Já ég þarf að fara að blogga aftur, sumarið er búið og alvara lífsins tekin við. Snorri minn er byrjaður í skólanum og mætti krúttlegur með spiderman töskuna fyrsta skóladaginn. Finnst hann allt í einu orðinn svo stór að vera orðinn skólabarn. Kennarinn hafði orð á því hvað hann væri ófeiminn og talaði mikið, eitthvað annað en foreldrar hans, skil ekki hvaðan hann hefur þetta.
Annars sit ég bara í hitanum og rakanum og svitna eins svín með bumbuna út í loftið (sem er nota bene orðin skelfilega stór miðað við að ég á 2 og 1/2 mánuð eftir).
Svo þarf familien að kaupa sér nýja myndavél þar sem gamla er dáin og lífgunartilraunir hafa ekki tekist.
Annars sit ég bara í hitanum og rakanum og svitna eins svín með bumbuna út í loftið (sem er nota bene orðin skelfilega stór miðað við að ég á 2 og 1/2 mánuð eftir).
Svo þarf familien að kaupa sér nýja myndavél þar sem gamla er dáin og lífgunartilraunir hafa ekki tekist.