laugardagur, apríl 22, 2006

Stræótbílstjórar eru búnir að vera í verkfalli núna í þrjá daga, orðið frekar pirrandi, hef ekki komist í skólann og svo missi ég af prjónópartýi í kvöld þar sem það er í hinum enda bæjarins.

fimmtudagur, apríl 06, 2006


Fór í bíó í gær og sá alveg æðislega mynd, Efter Bryllupet með honum Mads mínum Mikkelsen, var að vísu svoldið ósátt þegar ég og Sif mættum þá var röð dauðans í miðasöluna og bara ein sjoppa opin þannig að ég náði ekki að fá mér popp sem mér finnst algjört must í bíó (og fylltar lakkrímsreimar en þær fást auðvitað ekki hér). Varð alveg öskuvond og hótaði að hringja í Árna Sam sem nú á bíóin hérna í DK. líka en svo róaðist ég þegar ég byrjaði að horfa á myndina, þvílík snilldarmynd, ég og Sif hágrétum, var næstum komin með ekka. Danirnir sem sátu með okkur í salnum felldu ekki einu sinni eitt tár, harðbrjósta þjóðflokkur. Mæli með henni og svo er hann Mads minn alveg rosalega myndarlegur í henni, læt eina mynd fylgja með svona í kaupbæti.