þriðjudagur, desember 28, 2004

Jólin erum búin að vera æði, bara át og afslappelsi hvað biður maður um meira. Fékk góðar gjafir og jólakort en hef ekki getað hringt og þakkað fyrir mig og mína þar sem síminn er bilaður þannig að ég nota bara tækifærið núna, takk fyrir mig : )

Annars fékk ég svona NIKE æfingaföt frá Ingva mínum og buxurnar voru svoldið þröngar (bara smá holiday weigth) en Ingvi kom með deadly comment - þær verða fínar þegar þú ert búin að grennast oh thanks....

föstudagur, desember 24, 2004

Allt ready fyrir jólin, er meira að segja einu tíma á undan áætlun þar sem við föttuðum áðan að við borðum ekki fyrr en sjö að dönskum tíma því við viljum borða klukkan sex að íslenskum tíma og hlusta á þegar dómkirkjan hringir inn jólin. Við sitjum því hér fjölskyldan uppstríluð og bíðum róleg.

Annars verð ég alltaf hálfmeyr á jólunum og hlusta á Rás 2 og sakna Íslands og allra þar en allavega
Gleðileg jól




þriðjudagur, desember 21, 2004

Er búin að vera netlaus síðan á fimmtudag, mjög erfitt en ég er búin að kaupa allar jólagjafirnar nema fyrir Ingva auðvitað alltaf erfitt og skrifa jólakortin þannig að það er allt að smella saman. Á morgun er svo jólaleikrit hjá Snorra, það verður spennandi að sjá.

fimmtudagur, desember 16, 2004

Nú fer ég að verða stressuð, 12 tímar í próf en björtu hliðarnar eru hins vegar að eftir 15 tíma verð ég búin í prófum, í bili allavega.
Vegna fjölda árskorana : ) þá er addressa mín hérna úti:

Ásdís Erla Jónsdóttir
Skejby Vænge 132 st.
8200 Aarhus N.
Danmark

Það yljar manni um hjartarætur að vita að það eru jólakort á leiðinni í pósti en mín kort verða hins vegar seint á ferð og gætu orðið áramótakort þar sem húsmóðirin er í prófum og Ingvi er vonlaus í svona málum.

þriðjudagur, desember 14, 2004

jæja er búin að ryksuga og skúra og ganga frá þvottinu, já það er ýmislegt hægt að gera þegar maður á að vera læra. Annars kom húsvörðurinn áðan út af ofninum og sagðist ætla krossa fingur og vonast til að fá nýtt gler á ofninn fyrir jól, krossa fingur hvað ég vil fá nýtt gler núna.....

mánudagur, desember 13, 2004

Mikið rosalega er leiðinlegt að vera námsmaður í desember, ég get bara ekki lært meira, heilinn á mér tekur ekki við frekari upplýsingum hvað þá upplýsingum um markaðsfræði. Get bara ekki meir, langar bara í jól og afslappelsi.

Annars sprakk ofninn hjá okkur, ytra glerið splundraðist í milljón mola, ekki gaman það. Sem betur fer var enginn við ofninn en við vorum að elda flæskesteg og maður hefði nú haldið að ofnar í DK. ættu nú að þola það. Vona bara að við fáum nýja ofn fyrir jól annars er það bara ristað brauð í jólamat.

laugardagur, desember 11, 2004

chatterbox
Congratulations! You're Mr. Chatterbox!

Which of the Mr. Men characters are you?
brought to you by

miðvikudagur, desember 08, 2004

Hef ekki haft orku í að blogga síðustu daga. Mig langar svoldið til Íslands núna þar ég sem ég veit að ég er ekkert á leiðinni þangað. Ekki það að það sé ekki fínt að vera hérna í DK. en maður fær nú heimþrá þegar vinkonurnar byrja að skipuleggja litlu jól og svoleiðis.

Annars þarf ég að saum lepp fyrir Snorra á eftir svo hann geti orðið alvöru sjóræningi en barnið var nú samt mjög efins um saumahæfileika móður sinnar og spurði hissa hvort ég gæti virkilega saumað, ekki mikil trú á manni.

miðvikudagur, desember 01, 2004

Er komin í náttbuxurnar eftir langan dag, var í hópavinnu í allan dag og það getur stundum tekið á. Annars er hópurinn voða fínn og þær alltaf að minnast á hvað við vinnum allar saman vel, mér finnst nú alveg óþarfi að vera alltaf að tala um samvinnuna vil frekar bara tala um efnið en hvað um það. Þær hafa líka lent í læsegruppe frá helvíti þar sem það var rifist, hent hlutum og grátið. Þannig ég ætti nú bara að vera ánægð.