föstudagur, mars 18, 2005

Er að klára að pakka og gera allt klárt fyrir Íslandsferð, leggjum af stað klukkan 13.45 tökum strætó þá og svo lest klukkan 14.00. Alveg óþolandi langt ferðalag.
Svo þurfti Ingvi endilega fara í skólann í dag held að það sé aðallega til að losna við að pakka og hlusta á röflið í mér.

Jæja ætla að leyfa Snorra að kíkja aðeins á leikskólann í dag þar sem það er páskahátíð.

miðvikudagur, mars 16, 2005

Frekar langt síðan að ég skrifaði síðast en fyrir viku síðan urðum við fyrir þeirri óskemmtilegu lífreynslu að það var brotist inn til okkar. Ég og Snorri höfðum verið í mat hjá Sif því kallarnir okkar voru í Germany. Svo þegar ég kom heim um kvöldið stóð svalahurðin opin og fótspor út um allt. Sem betur fer var Tóta með mér eða lögregluhundurinn REX eins og ég kalla hana núna. Hún bjargaði mér alveg, hún er búin að horfa á svo marga CSI þætti að hún vissi alveg hvernig það ætti að bregðast við. Annars tók helv.... þjófurinn tölvuna okkar með öllum okkar myndum og gögnum og svo sparibaukinn hans Snorra og rakvélina hans Ingva.
Sem betur fer vorum við nýbúin að tryggja okkur en ógeðslegast fannst mér bara að það hefði einhver verið hér inni enda þreif ég íbúðina hátt og lágt.
En Pollýana dagsins er samt að ég er fegin að við komum ekki að þjófnum eða hann hefði komið um nóttina þegar við Snorri vorum bara ein.

Svo er það Ísland ekki á morgun heldur hinn get ekki beðið : )

miðvikudagur, mars 09, 2005

Kallinn er risinn upp úr veikindunum og farinn til Þýskalands að horfa á Liverpool. Finnst nú algjört rugl að keyra í 8 tíma til að horfa á fótboltaleik en ég auðvitað skil ekki þennan fótboltafetish. Varð á að segja að Liverpool hefðu nú ekkert verið að standa sig sérstaklega vel og ég fékk bara dauðalookið frá Ingva og ég hélt að hann myndi henda mér öfugri út. Eins gott að passa sig á þessu.
Áfram Liverpool, Áfram Liverpool, Liverpool eru bestir, langbestir....(að vísu finnst mér þjálfarinn hjá Chelsea rosalega myndarlegur José something en það skiptir engu máli) áfram Liverpool.....

þriðjudagur, mars 08, 2005

Hann Ingvi minn á afmæli í dag orðinn 28 ára gamall en það verður eitthvað lítið um hátíðarhöld þar sem afmælisbarnið er veikur.

miðvikudagur, mars 02, 2005

Í dag á snillingurinn hún Inga Huld aka. IH afmæli. Ég sendi henni mínar bestu kveðjur alla leið til USA. Við IH höfum ekki hist síðan sumarið 2003 og finnst mér það nú ansi langt síðan. Ég vona að við hittumst í sumar annars flýg ég bara yfir hálfan hnöttinn til hennar.

Annars er allt að verða vitlaust í social lífinu hjá mér, það er bara partý hverja helgi, ég sem kvartaði sáran yfir því að hafa ekkert að gera um helgar. Næst á dagskrá er afmæli Sveil sem verður í Dallas þema.