sunnudagur, janúar 30, 2005

Nú er Snorri minn orðinn veikur, er að vonast til að hann jafni sig fljótt, pabbi hans er að fara til London á morgun en Tóta litla er að koma aftur til Árósa og heldur mér company á meðan með íslensku nammi og íslenskum tímaritum.

föstudagur, janúar 28, 2005

Ég er búin í prófum loksins og gekk bara betur en á horfðist í prófinu. Nú er ég líka búin að fara í strípur og klipp þannig að nú er ég húsum hæf, er að vísu ennþá með eitthvað ofnæmi í kringum augum þannig að það er eins og ég sé með bleikan breik augnskugga en hvað um það er það hvort eð er ekki í tísku.

Best að fara að horfa á boltann, áfram Ísland.....

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Hef gert 3 heiðarlegar tilraunir til að að blogga en tæknin hefur verið að stríða mér. Annars er ég að fara í próf á morgun og er hrikalega stressuð, er byrjuð að vera stressuð núna strax. Hver fann upp munnleg próf ég bara spyr?
Jæja ætla að fara og hitta læsegruppen í síðasta sinn og ganga frá öllu, guð ég verð bara stressuð á að skrifa þetta.....

þriðjudagur, janúar 25, 2005

You Are 27 Years Old
27

Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.
13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.
20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.
30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!
40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.

What Age Do You Act?

föstudagur, janúar 21, 2005

Sit bara ein heima á bóndagskveldi, bóndinn vildi frekar vera að spila eitthvað X-box og drekka bjór með vinum sínum heldur en að vera heima með frúnni. Maður veit hvar maður stendur.

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Fór í fyrsta skipti í sjö ár eða eitthvað í líkamsræktarstöð í dag. Hef ekki verið hrifin af slíkum stöðvum hingað til en vonandi lagast hræðsla mín við vöðvabúnt bráðlega. Svo fór ég auðvitað í Magasín og keypti mér íþróttaföt rándýrt drasl en Sif sannfærði mig um að þetta væri bráðnauðsynlegt allt saman. Svo er bara að sjá hvort ég mæti aftur : )

mánudagur, janúar 17, 2005

Þá er það ákveðið við fjölskyldan komum til Íslands 18. mars að miðnætti og verðum yfir páskana eða til 28. mars.

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Danir eru snillingar í að gera einfalda hluti flókna, ég skil ekki hvernig þetta er hægt !!!
jæja er farin niður í bæ að kaupa eitthvað fyrir inneignarnóturnar frá jólum og kíkja á útsölur : ) allt gert til þess að þurfa ekki að læra, var meira að segja að hugsa um að sortera heimilisbókhaldið áðan úff....

sunnudagur, janúar 09, 2005

Þá er stormurinn afstaðinn og allt í lagi með okkur fundum voða lítið fyrir þessu fyrir utan lætin og smá blikk í ljósum. Að vísu fuku gleraugun af Sif í einni hviðunni lengst út í buskann og hún fann þau ekki aftur : (

Að öðru, það er ýmislegt hægt að gera þegar manni leiðist. Við Snorri erum til dæmis búin að búa til fullt af djús eins og gulrótardjús og bananadjús með blendernum. Greyið litla er núna að pína gulrótadjúsnum ofan í sig því hann bjó hann nú til og er að þykjast finnast hann voða góður.

Annars er Snorri búinn að biðja okkur foreldrana um að hætta að kalla hann Pulsuna, sem er nú kannski alveg skiljanlegt, það hlaut að koma að því, ....how fast they grow up....


föstudagur, janúar 07, 2005

guð hvað það er pirrandi að koma úr sturtu og finna hvorki bursta né greiðu. Allt hárið í hnút arg arg...