sunnudagur, september 28, 2003

Þá er maður búin að gerast svo frægur að fara á djammið hér á Árósum. Kvöldið byrjaði hjá Svölu þar sem við elduðum pizzur og reyndum að búa til Nigellu kokteil sem bragðist ekki vel. Frekar sterkur hjá henni vinkonu okkar, nokkuð greinilegt að hún er alltaf vel í því í þáttunum ef hún er að búa til svona drykki.
Svo komum fleiri stelpur og úr varð hið besta partý.

Þaðan var haldið á Social Club sem er svona dansstaður niðri í bæ, er ágætur í hófi þar sem þeir spila alltaf sömu tónlistina allt kvöldið, það eru tvö dansgólf og þeir skiptast bara á með lögin. En allavega á þessu stað eru reykvélar, hvað er það ? Hver er með reykvélar á dansgólfinu og það er geðveikt mikill reykur, það liggur við að maður kafni þarna í miðjum dansi. Hitti fjóra úr bekknum mínum, þeim hefur eflaust þótt skrýtið að sjá móðurina á skemmtistað enda eru þeir geðveikt hissa og finnst það skrýtið að ég eigi barn. Sú umræða er nú alveg í nýtt blogg....

fimmtudagur, september 25, 2003

Annars þarf ég að fara til tannlæknis, er búin að reyna að fresta þessu endalaust. Þarf nefnilega að fara að láta taka úr mér endajaxlana. Líst ekkert á þetta, hef bara heyrt hryllingssögur um þessa aðgerð. Svo kosta tannsar hér úti jafnmikið og heima hvað er það, á þetta ekki að vera velferðaríki dauðans eller hvad ? Er að fara á eftir með Snorra til tannsa fengum bréf sent heim að hann ætti að koma og endilega taka mömmu og pabba með (eins og hann færi einn). Ætla að læra þangað til, en nenni því samt ekki.

GB hvað er að blogginu þínu ? Er eyðilögð að komast ekki inn á það.....
Það er nokkuð ljóst að ég verð ekki prinsessa, Fredrik vinur minn, krónprins Danaveldis hefur fengið leyfi til að trúlofast Mary. Þegar ég var yngri ætlaði ég alltaf að giftast honum, fannst hann svoldið sætur og ekki spillti fyrir að hann var prins og yrði kóngur. En ætli maður hafi nokkuð þótt nógu fínn pappír hvort sem er.

Annars er allt að verða vitlaust yfir þessu hér í Dene, sjónvarpið fjallar bara um hann og Mary. Veit ekki alveg hvað mér finnst um svona kóngafólk, fannst það einu sinni mjög spennó en svo þegar maður hugsar um allan peninginn sem fer í að halda þessu liði upp með stæl fer maður að efast... Kannski er ég bara abbó út Mary !!!

þriðjudagur, september 23, 2003

Ferðin ógurlega var nú ekki alveg eins ógurleg og við var búist. Tókst bara vel, rútubílstjórinn reykti að vísu alla ferðina og ég sat fremst en það var bara allt í lagi. Hytternar voru rosa fínir og fallegur staður sem við fórum á, geðveikt flott strönd. Svo var þetta fyllerí og partý, gamla kellan(ég) fór að vísu snemma að sofa á laugardeginu, þoli ekki lengur tvo daga í röð. Hrísgrjónin brögðuðust vel eins við var að búast. Fólkið sem var með mér í bústað var mjög fínt og við höfðum það huggulegt með grjónunum.

föstudagur, september 19, 2003

Jæja fyrirlesturinn tókst bara ágætlega að ég held, stamaði smá og kennarinn spurði svolítið út úr en ég held ég hafi komist ágætlega frá þessu. Þrátt fyrir að skilja efnið ekki til fulls.

Svo var bara farið á handboltaleik í gærkvöld, enda er ég gömul handboltakempa. Okkar menn (AGF-AARHUS) unnu að sjálfsögðu með íslenska víkinginn Róbert Gunnarsson í fararbroddi. Verð nú bara að segja að mig er farið að klæja í puttana að byrja aftur. Það hefur nú alltaf verið í umræðunni að endurvekja það fornfræga lið GRÓTTU B sem þótti nú ansi liðtækt á sínum tíma. Sigruðum andstæðinga í KR (að vísu C en skiptir að mínu mati ekki máli) eftirminnilega. Það var ákveðið að sameina liðin eftir þetta.

Svo er ég nú að fara í þennan hræðilega hyttetur var alveg að fara að hætta við, en hef ákveðið að fara, líst samt ekkert á þetta. Hitti þá sem ég verð í húsi með í gær og þar var ákveðið að hafa hrísgrjón í matinn á laugardagskvöldið... bara hrísgrjón hello. Alveg róleg með sparsemina....

Á nú eftir að sakna kallanna minna en ég veit að það væsir nú ekkert um þá hérna í Skejby. Fékk nú líka smá í magann þegar ég spurði einn frá USA hvort hann ætlaði að fara og hann sagði: I mean I'm married and I have responibilities ok ég þagði nú bara (bæði með mann og barn)

Farin að pakka og kaupa grjónin með hópnum mínum, frekari fréttir eftir helgi.

Langar miklu frekar að fara í partý til GB : (

miðvikudagur, september 17, 2003

Fór í mat í gær til Svölu og Robba, oh my hvað maturinn var góður, Jamie Oliver kjúlli með parmaskinku og sítrónu. Svo var brilliant eftirréttur, svona marens rjóma súkkulaði ávaxta dót. Guð hvað ég borðaði yfir mig. Get aldrei boðið þeim í mat því það er ekki hægt að toppa þetta.

Talandi um Jamie Oliver þá er hann kominn með svona reality show líka, þar sem hann er að bjarga einhverju WT krökkum með því að kenna þeim að elda. Allir grenjandi og mæta aldrei í tímana til hans og svo framvegis. Úff hvert er heimurinn að fara...

Er eiginlega farin að kvíða hyttetúrnum svolítið, hélt að maður gæti valið með hverjum maður er í húsi en svo var ekki. Svo þurfa þeir sem eru saman í húsi að elda saman á kvöldin og versla inn saman og svoleiðis. Danirnir eru alveg að tapa sér í fælles stemmingunni.

Svo var einhver svona fundur fyrir ferðina í gær, og þá spurði einn hvort það mætti reykja í rútunni (týpiskt eða) Það má allstaðar reykja. En sem betur fer verður það bannað.

mánudagur, september 15, 2003

Hjálp er byrjuð aftur í Heksehylinu og klukkan er hálfníu að morgni.....

sunnudagur, september 14, 2003

Ingvi bað mig um að koma á framfæri dönskukennslu sem Snorri Valberg vinur hans kenndi honum sem hefur reynst vel hér í landi Dana.

Ef einhver segir eitthvað við þig á dönsku þá er í 90% tilfella nóg að segja JA(með hreim að sjálfsögðu)
Ef sá hinn sami lítur skringilega á þig þegar þú segir ja þá segir þú NEJ(einnig með hreim)
Ef hann lítur ennþá skringilega á þig þá segir þú JEG VED IKKE(hreimur)
og þá ertu nokkuð vel settur í Baunalandi.

Jæja nú er þetta búið, Ingvi fór í gær til Þýskalands í svona landamærabúðir. Kom heim með þrjá kassa af bjór, tvo kassa af gosi, hvítvín og gin. Svo má ekki gleyma namminu, 1 kg. af Heksehyl(lakkrís sem svona brúnu inni sem ég veit ekki alveg hvað er ) sem er mitt uppáhald. Þannig að ég geri ráð fyrir að þyngjast um svona 10 kíló í næstu viku. Er núna orðin frekar sheaky í maganum af öllu Heksehylinu en held samt ótrauð áfram að gúffa í mig.

Jæja verð víst að fara að læra, þarf að ég held að halda einhvern fyrirlestur á fimmtdag um einhverja grein sem ég hef ekki einu sinni lesið í fagi sem ég skil ekki almennilega. Gaman að því

PS: verð nú að lýsa ánægju minni yfir því að IH sé byrjuð að blogga aftur þökk sér mér....

þriðjudagur, september 09, 2003

jæja þá ætlaði námsmaðurinn í Dene að vera duglegur að læra í dag, gerði heiðarlega tilraun til þess allavega. Fór í skólann að leita að lesaðstöðu, leitaði og leitaði og fann loksins læsesal. Fékk mér sæti og byrjaði að opna bækurnar en lætin voru svo mikil að ég gat ekkert lært, allir að tala saman. Ok leitaði frekar og fann þá stille læsesal ég hugsaði mér gott til glóðarinnar að nú gæti ég loks lært í friði. En nei þar inni (sem nota bene var bara gömul skúringakompa) voru samtals 10 borð fyrir 6000 nemendur. Great....
Þannig að núna verð ég bara að læra heima sem getur reynst erfitt þegar maður er með 40 sjónvarpsrásir (sérstaklega þegar Oprah og Dr. Phil eru annarsvegar). Var einmitt að horfa á Dr. Phil áðan og þá var sonur hans kominn með honum í þáttinn. Um að gera að halda þessu bara innan fjölskyldunnar Phil...

sunnudagur, september 07, 2003

ok var að frétta að það væru myndir af fáklæddu fólki á fallegri strönd (ljóðrænt eða ?) á myndasíðunni minni. Þetta fólk er ekki á mínum vegum heldur fylgdi það forritinu eflaust fyrir þá sem vilja láta líta út fyrir að þeir eigi geðveikt mikið af myndarlegum og hamingjusömum vinum. Allavega fáklædda fólkinu hefur verið eytt....
Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar í dag, sérstaklega Hans :)
Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag !!!! Hélt smá afmælisboð í gær, Sveil og Sif komu ásamt fjölskyldum mínus Robbi því hann var í Svíþjóð. Borðuðum yfir okkar og drukkum rauðvín og öl. Bjórinn og vínið er næstum því gefins hérna, ekkert smá gaman að geta boðið upp á kassa af bjór og þrjár rauðvínsflöskur án þess að finna fyrir því. Ætluðum að fara á djammið en ekkert varð úr því, enda sómasamar fjölskyldukonur : )
Er búin að setja inn nokkrar myndir, verð nú bara að segja ég er orðin svolítið góður tölvunjörður.
Annars ætlum við Ingvi að fara í bíó í kvöld, ekkert annað að gera hér á sunnudögum allt lokað, allir Danir heima að hvíla sig.

föstudagur, september 05, 2003

Ok ég held bara að þetta sé að takast, kann ekki ennþá að gera linka né að setja inn myndir en þetta kemur allt. Kannski að ég fái ráðgjöf frá sambýlismanninum sem er nú að læra kerfisfræði. Hann er að vísu bara búinn að vera í skólanum í eina viku, að reikna á dönsku gaman að því :)
Smá prufa í gangi