laugardagur, febrúar 28, 2004

Engar skrýtnar draumfarir lengur, Ingvi var nú að ég held bara orðinn abbó, hann bauðst til að prenta út mynd af Krumma berum að ofan en ég afþakkaði það nú bara pent.

Annars er mín bara búin að vera á úti næstum hvert kvöld, fór í afmælispartý hjá stelpu með mér í bekk og svo fórum við á Klubben sem er skólabarinn og þar var svaka stuð, svoldið heitt þar inni að vísu og þröngt og auðvitað voru reykvélar þar. Ætti nú að kanna hvar maður getur fengið svona reykvélar, þær eru svo vinsælar hérna að þær hljóta að vera á góðu prís. MLF þú veist hvað þú færð í afmælisgjöf frá mér : )

mánudagur, febrúar 23, 2004

Mig dreymdi Krumma í Mínus í nótt og við vorum líka að ná vel saman eins og ég og Gísli Marteinn. Þetta fer kannski að verða vani hjá mér celeb draumar á hverju kvöldi.
Ég verð að kvarta yfir einu hérna í Dene, veðrið-maður heldur að það sé komið vor og er komin í þannig gír en nei þá byrjar að snjóa hvað er það ?

Verð að fara að læra en er svo þreytt, kannski eftir allt bolluátið um helgina, best að fá sér eina bollu og leggjast svo upp í ból með skólabækurnar.

föstudagur, febrúar 20, 2004

Á morgun byrjar GB mín aftur að blogga, get ekki beðið - óþolandi svona bloggpásur hjá fólki. Annars hringdi hún nú í mig í gær þannig að ég get nú ekki kvartað : ) Takk fyrir það GB
Í nótt dreymdi mig Gísla Martein, ég var í fjölskylduboði og þar var hann líka og við urðum svona líka góðir vinir. Hann svoleiðis reitti af sér brandarana og við vorum þvílíkt að bonda. Að lokum við Gísli kominn inn í vinkonuhópinn og var alltaf með okkur stelpunum og við fíluðum hann þvílíkt vel. Virkilega skemmtilegur draumur ég hló allan tímann, spurning um að bjóða Gísla M. (eins og ég kalla hann) í afmælið mitt.

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Á næsta mánudag er öskudagsball hjá Snorra á leikskólanum og ég veit bara að allir krakkarnir verða í heimasaumuðum lífrænum búningum en ekki minn maður, ég kann ekki að sauma, á ekki einu sinni saumavél og hef heldur ekki tíma. Spurning um að reyna að kaupa eitthvað á drenginn en hann vill vera Mikki refur, úff bransi.
Annars ætla ég nú að reyna að baka bollur um helgina fyrir bolludag, sjáum nú til hvernig að gengur.

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

jæja draumurinn um litla raðhúsið mitt er orðinn að engu. Ingvi fór að tala við boligforeningen sem sér um þau og það er 20 ára biðlisti. Áttum alveg von á að það yrði nú einhver biðtími en 20 ár. Ingvi hélt fyrst að hann hefði eitthvað misskilið og það væru tvö ár en konan á skrifstofunni tuggði það ofan í hann að það væri 20 ára biðlisti. Þannig að búið er að setja frekari barneignir, skutbíl og hund á bið. Ég sem var alveg búin að ímynda mér mig í fína húsinum mína, bjóða í grillveislur næsta sumar og svona. Jæja ég get allavega huggað mig við það að nú get ég boðið í grillveislur eftir 20 ár, gaman að því.
Ingvi var nú svo góður að hann kom með kökur og hvítvín heim til að lina þjáningarnar.

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Ég er búin að finna mér raðhús hérna rétt hjá sem ég vil flytja í, þetta er bara allt að koma hjá mér vantar bara annað barn, skutbíl og hund og þá er lífið fullkomnað...

Ég nenni ekki að gera verkefni og lesa um eitthvað sem mér finnst ekki skemmtilegt.

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Var að koma úr bíó og þessu líka fína vöffluboði. Var eiginlega búin að gleyma vöfflum, spurning um að fjárfesta í góðu járni. Ingvi er núna að skúra leikskólann hjá Snorra allt svona fælles foreldrarekið þar. Sem er nú svo sem allt í lagi nema það að liðið er auðvitað bara með einhver lífrænt ræktuð hreinsiefni sem mér finnst ekki gera mikð gagn. Langar helst til að mæta með ajax og rúðuhreinsi en ég held að ég myndi ekki slá í gegn.


create your own visited country map
or write about it on the open travel guide
Vá ekkert smá fáir staðir sem ég hef heimsótt og bara verið í Evrópu, spurning um að reyna að komast eina heimsreisu í sumar. Svo er auðvitað NY ferðin að nálgast.

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Stundum skil ég ekki alveg Danina, það er þetta mál með læsegruppur þvílík og önnur eins pólitík og leiðindi. Þeir eru alltaf að skilja út undan og gefa fólki ekki séns. Allavega þá er eitthvað þannig dæmi í bekknum mínum sem betur fer er mín læsegruppa í góðum málum allavega núna en þeir hika ekki við að stinga mann í bakið (segir maður það) og fara annað.

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Íslendingur vann danska eurovision í gær en ekki hvað.....

laugardagur, febrúar 07, 2004

Var að horfa á Bráðavaktina í gærkvöldi en Bráðavaktin hefur lengi verið einn af uppáhalds sjónvarpsþáttunum mínum sem helgast nú aðallega af hrifningu minni af Dr. John Carter nokkrum. En upp á síðkastið hefur þátturinn verið hrikalega niðurdrepandi. Það gerist aldrei neitt gleðilegt hvorki hjá sjúklingunum né starfsfólkinu. Það annaðhvort deyja allir, hverfa eða eitthvað álíka ömurlegt. Svo er það veðrið það er alltaf ömurlegt veður hjá þeim annaðhvort grenjandi rigning eða snjóstormur. Er aldrei sumar hjá þessu fólki ég bara spyr. Þokkalega sem stjórn sjúkrahússins þyrfti að gera eitthvað í sambandi við starfsanda á svæðinu og svo held ég að vinnutími þeirra hljóti að stangast á við einhverja samninga.

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Hver eru Sólbjört og dj Salli
Skólinn er byrjaður á fullu var að vonast eftir easy byrjun en það er víst ekki. Er búin að hitta læsegruppuna og vinna smá. Erum auðvitað ekki búnar að hittast í næstum tvo mánuði þannig að við þurftum nú að ræða ýmislegt eins og trúlofanir, nýja kærasta og svo piercing á viðkvæmum stöðum.

Annars er bara æðislegt veður hérna í Danaveldi það er alveg ótrúlegt hvað veður og birta hefur mikið að segja um gleði manns.

Er að baka köku með Snorra, get samt eiginlega ekki beðið eftir henni í ofninum og er byrjuð á MogM sem átti að vera skraut á kökunni.