laugardagur, mars 20, 2004

Í gær fór fram heimsmeistaramótið í Kana hér í Skejby. Ingvi stóð að lokum uppi sem sigurvegari eftir fimm tíma lotu. Hörð og skemmtileg keppni þar sem hjónin í Skejbyparken biðu ósigur. Okkur fannst við samt vera orðin svoldið gömul að vera að spila á föstudagskvöldi og sérstaklega þegar við fórum að rífast um hver væri formaður eldri borgara. Greinilega hitamál í hópnum.

Svo fórum við kellurnar í bæinn í dag og fengum okkur göt í eyrun, helvíti smart, veit að faðir minn verður nú ekki ánægður með það. En allavega þegar við vorum búnar og komnar í Magasin sá ég að Sif var með sitthvoran lokkinn. Þannig að nú verður Sif að vera með sitthvoran lokkinn í sex vikur þangað til að þetta grær.

föstudagur, mars 19, 2004

Er með huge bólu á kinninni, mig verkjar í hana. Var í gær með kælipoka á henni til að reyna að minnka bólguna. Hvenær hættir þessi bransi eiginlega, er maður bara með unglingabólur fram eftir aldri ? Einhvern tímann heyrði ég það nú ef maður er með mikið af bólum fær maður síður hrukkur. Þannig að ég verð bara eins og unglamb fram eftir aldri. Ennþá með unglingabólur í sjötugsafmælinu.

miðvikudagur, mars 17, 2004

Í dag á eðalkona afmæli, hún GB mín - Til hamingju, 8 dagar þangað til að þú kemur.

Svo er auðvitað líka þjóðhátíðardagur Íra sem Ingvi heldur hátíðlegan með Dubliners á hæsta styrk og svo dansar hann riverdance í litlu íbúðinni. Spurning um að ég skelli mér bara í bíó til að verða ekki vitni af þessu.

mánudagur, mars 15, 2004

Helgin var nú ansi fjörug hjá undirritaðri, tók báða dagana með trompi sem hefur nú ekki gerst síðan í MR. Það er ótrúlegt hvað umdeildi rétturinn, íbó og einn öl getur bjargað miklu.

Er núna aldrei þessu vant að gera fyrirlestur fyrir morgundaginn en það er komið eitthvað motivation problem í leshópinn. Enginn nennir að gera neitt þannig að á morgun ætlum við bara að bulla eitthvað. Ég er nú ekki þekkt fyrir að koma vel fyrir mig orði þannig að ég er núna að skrifa niður nokkra punkta.

laugardagur, mars 13, 2004

Sit núna þreytt og þunn og bíð eftir að Ingvi komi úr búðinni með eitthvað góðgæti. Ætla að búa til nachosréttinn umdeilda og bjóða Sveil, Guðrúnu og Ómari upp á. Þau eru eflaust í sama ástandi og ég eftir gærkvöldið sem var mjög vel heppnað eins og öll partý hjá Sveil. Tókum nokkra góða slagara með Britney aðeins svona til að hita upp fyrir 9. maí : )

miðvikudagur, mars 10, 2004

Allt að verða vitlaust í skólanum. Þarf að halda þrjá fyrirlestra á fimmtudaginn og ég hata að halda fyrirlestra, þetta er ekki að komast upp í vana hjá mér. Þannig að lesgrúppan er búin að vera svoldið mikið saman upp á síðkastið, þurfum bráðum smá frí held ég.

Annars á það sómafólk Sveil og Ágúst hennar Obbu afmæli í dag. Til hamingju með það....

sunnudagur, mars 07, 2004

Vaknaði eldsnemma í morgun og bakaði handa kallinum mínum sem á afmæli á morgun. Ætlaði að koma honum á óvart með því að koma með kökuna inn í rúm en hann vaknaði áður en að því varð því það var svo mikil brunalykt í eldhúsinu. Var að gera svona pakkaköku(já það er hægt að klúðra þeim !!!) og draslið sem átti að fara ofan á kökuna brann aðeins og lak út um allt í ofninum. Hann át nú samt kökuna með bestu lyst en ég veit ekki hvort hann vilji að ég baki aftur ....

fimmtudagur, mars 04, 2004

Kíkti aðeins í H&M eftir skóla, bara svona til að kanna vöruúrvalið áður en GB kemur, sá nú ýmislegt sniðugt, aðallega sumarföt sem eiga nú kannski ekki við í kuldanum núna. Þannig að ég keypti bara vettlinga og húfu ætla nú samt að halda áfram að prjóna húfuna góðu en miðað við hæfileika og dugnað verður hún tekin í notkun næsta vetur.

miðvikudagur, mars 03, 2004

Ok held það sé eitthvað klikk í gangi hérna á blogginu. Það er allt svo risavaxið.

Annars er ég að pæla í að skella mér bara á Britney með Sveil og fleiri góðum konum

þriðjudagur, mars 02, 2004

Sá þetta próf hjá Ástu Sóllilju og ég fékk Ísland



You're Iceland!

Most people think you're a cold and forbidding person, but
you're actually naturally warm and inviting.  People just get scared off
by what other people have led them to believe about you.  You keep to yourself
for the most part, and are pretty good at fending for yourself, especially if
water's involved.  More people should visit you and find out the truth.

size="2" face="Times New Roman">Take the href="http://bluepyramid.org/ia/cquiz.htm">Country Quiz at the href="http://bluepyramid.org">Blue Pyramid