sunnudagur, nóvember 30, 2003

Fyrstu jólagjafirnar eru komnar í hús og jólalögin byrjuð að hljóma allt að gerast...
jæja þá er maður bara búin í skólanum, bara eftir að fara í einn tíma á morgun svo er það frí í tvo mánuði : ) Prófið gekk mjög vel og við fengum mjög góða einkunn. Svo var julefrokost í skólanum og hélt að ég myndi nú loksins fá almennilegan danskan mat en þetta var frekar slappt en bjórinn bætti það upp.

Danirnir eru svo fyndir, þeim finnst það mjög skrýtið að ég eigi barn og setning kvöldsins var án efa, you don't look like a mother umh hvernig líta mæður út ?

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Tóta litla systir mín á afmæli í dag, til hamingju með daginn snúllan mín, er ennþá svoldið sár yfir að vera ekki boðin í afmælið en hvað um það....

mánudagur, nóvember 24, 2003

Shit hvað ég nenni ekki að læra og hvað tíminn líður hratt, bráðum kemur miðvikudagur dauðans þar sem verða fluttir fyrirlestrar nemenda frá 9-16 og okkar hópur er næst síðastur. Verð sennilega ekki dauð úr stressi þegar kemur að okkur. Gaman að því...

sunnudagur, nóvember 23, 2003

Svo er eitt sem ég verð að kvarta yfir, er að fara á miðvikudaginn að halda fyrirlestur í skólanum upp úr verkefni sem við skiluðum í byrjun mánaðarins. Allt í lagi með það svo sem fyrir utan að ég HATA að halda fyrirlestra hvað þá á öðru tungumáli.
Þá ætla kennarirnir að gefa okkur einkunirnar (og lesa þær upp) strax sem sagt fyrir FRAMAN allan bekkinn. Er ekki sátt, hélt að þetta væri bara einkamál hvers og eins en það er víst ekki.
Fór á föstudag til Horsens þar sem margir Íslendingar hafa alið manninn. Tilgangur ferðarinnar var tveggja ára afmæli og þar voru margar kræsingar í boði. Var búin að gleyma öllum þessum kræsingum eins og heitum réttum og svoleiðis. Verð eiginlega að fara að stofna saumaklúbb hérna svo ég get fengið svona oftar.
Svo var okkur bara boðið að gista í Horsens og reddað barnapíu svo hægt væri að kíkja á jólaball. Svaka stemming, drukkið rauðvín á stút fyrir utan ballið sem mér fannst visst stílbrot og grét í hjarta mínu yfir vondri meðferð á rauðvíni en hvað gerir maður ekki fyrir sopann.

Núna er mamma í heimsókn og hún og Ingvi eru að elda flæskesteg (purusteik) held ég að það heiti.

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Annars er ég bara komin í smá jólaskap, er búin að finna fullt af jólalögum inn á tölvunni og er búin að vera að dunda mér við að hlusta á þau meðan ég á að vera að læra.
Þetta eru nokkur mjög góð eins og meistaraverkin með Svölu Björgvins og Bo sjálfum, Fyrir Jól og Ég hlakka svo til.

Held að vísu að ég hafi bara sannfært hann því hann er að drekka útrunninn Harbeo bjór (getur ekki verið hollt) en hvað um það ég vinn : )
Held að ég sé búin að sannfæra Ingva um að kíkja til Íslands í janúar.

mánudagur, nóvember 17, 2003

Fór til Þýsklands í gær, alltaf stemmari þar. Held að vísu að Ingva langi að búa þar þannig að það er aldrei að vita, hann elskar þýskan mat og allt það.

Svo hélt ég fyrirlestur áðan, var stressuð að vanda, þoli þetta ekki, ætlar þetta aldrei að venjast að halda fyrirlestra. Var alveg í sömu stemmingu og í 3.bekk hjá Árna Indriða með blöðin titrandi.

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Var að reyna að ná í afmælisbarnið áðan en það gengur eitthvað erfiðlega, svarar ekki heima og ekki í vinnunni og svo er búið að vera á tali í gsm mjög lengi. Answer me girl.... : )
Til hamingju með afmælið Hrefna mín : )

mánudagur, nóvember 10, 2003

ok eitthvað skrýtið í gangi, svoldið eins og póstarnir frá MLF, gestaþraut
Oh ég er svo svöng, get ekki beðið eftir matnum, Ingvi fór út í búð og kemur vonandi aftur og þá er það kjúlli aldrei þessu vant enda er nú verið að gefa hann hérna í DK. Kannski að ég hjálpi honum að elda þá gengur það hraðar en veit ekki hvort hann vilji mig í eldhúsinu ég er bara fyrir honum.
Var búin að gleyma að það eru komnar nýjar myndir frá Koben...

sunnudagur, nóvember 09, 2003

Það var einhver að hringja í mig áðan en ég náði ekki símanum, og svo þegar ég kíkti á númerið var það einhver frá Bosníu, þekki engan þar eflaust vitlaust númer en er samt mjög forvitin.

föstudagur, nóvember 07, 2003

Veit ekki hvort ég eigi að fara og fagna komu jólabjórsins hér í bæ eða vera bara heima og borða góðan mat með familíunni og slappa af. Nenni eiginlega ekki að fara í tvo strætóa niður í skóla í þoku og myrkri til þess að standa í röð fyrir jólabjór sem ég hef nú ekki verið mjög hrifin af en þetta er auðvitað bara spurning um stemmingu....

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Komið kommentakerfi
Jæja þá er stóra verkefnið búið á að vísu eftir að verja það og það er nú bransi út af fyrir sig. Var orðin ansi þreytt maður byrjaður að læra klukkan sex á morgnana ( að vísu bara einu sinni en samt). Komst að því að ein í hópnum gerir þetta samt reglulega að vakna sex og læra en hún les líka tvisvar fyrir hvern tíma sem er ekki alveg minn stíll, ágætt samt því þá getur maður spurt hana hvort það sé nauðsynlegt að lesa hinar og þessar greinar eða hvort að glósur nægi.

Að öðru þá þarf ég nauðsynlega að fara að komast í strípur er komin með skil dauðans, veit samt ekki alveg hvort ég eigi að þrauka aðeins lengur. Bransi að vera rotta, finnst að Tryggingastofnun ætti að niðurgreiða strípur.

Svo er það rauðvín og ostar í kvöld hjá Sveil, meira að segja íslenskir ostar....

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Allt að vera vitlaust í skólanum, hvað er málið með að öll verkefni eru á sama tíma. Það er svo mikill pressa að það eru komnir brestir í læsegruppuna, úff gaman gaman.

Nú bíð ég spennt eftir hakka buff hjá Ingva mínum, snilldar kokkur og svo er maður rokin í bækurnar.

laugardagur, nóvember 01, 2003

Fengum gesti frá Horsens í gær í mat, Snorra Valberg, Svandísi og Egil Orra. Voða fínt, alltaf gaman að fá gesti og svo koma Svala og Hulda í kvöld. Robbi er á Íslandi í landsliðsdæmi þannig að maður getur nú ekki látið þær mæðgur vera einar heima.

Annars er ég mikið búin að vera að pæla í þessu hjóladæmi hjá Dönunum. Mér finnst þetta ótrúlega sniðug og holl hugsun. En allavega þá eru þeir hrikalega góðir í að gera aðra hluti á þessum hjólum sínum, þeir sleppa höndum eins og þeim sé borgað fyrir það, halda á málverkum, tala í símann og síðast en ekki síst þá eru þeir að kyssast og kela allt á ferð. Ótrúlegt, mér finnst nú nógu erfitt að halda jafnvægi og fylgjast með umferðinni.