mánudagur, maí 30, 2005

Próf á morgun og ég er ekki vel stemmd fyrir það. Hrikalega leiðinlegt og erfitt efni, kúrs sem verður ekki kenndur á næsta ári, thanks það hjálpar okkur sem þurfum að taka hann núna. Voru mistök að hafa hann inn í prógraminu, gaman að því. Það getur verið pirrandi að vera tilraunadýr.

sunnudagur, maí 29, 2005

Hvernig er hægt að ætlast til að ég geti lesið fyrir próf í 30 stiga hita. Það er bara ekki hægt og svo skal ég veðja að næstu helgi þegar ég er búin í prófum þá verður komin rigning og rok.

föstudagur, maí 20, 2005

Þetta var nú sorgarstund í gær þegar Selma okkar komst ekki áfram, átti alls ekki von á þessu, undankeppnin var bara formsatriði og ég var farin að pæla í því í hvaða sæti hún myndi lenda í aðalkeppninni. En hún stóð sig eins og hetja, þessi keppni er bara komin út rugl þegar Makedónia kemst áfram með hörmungar lagi, gaf því eitt eða stig held ég. Ég er að hugsa um að sniðganga keppnina á laugardag í mótmælaskyni (ætla samt að kjósa norsku vini hans Eika Hauks) en ekki horfa á hana.

miðvikudagur, maí 18, 2005

Hvernig stendur á því að það sé haglél hér í DK. í lok maí. En kannski er þetta bara ágætt, þá er engin sól að trufla mann frá lærdómi.

þriðjudagur, maí 17, 2005

American Cities That Best Fit You:

60% New York City
60% Philadelphia
55% Chicago
55% Miami
55% San Diego

Which American Cities Best Fit You?
Komst inn á meilið mitt og þar beið mín bara ruslpóstur en ekki hvað.
Arg kemst ekki inn á hotmailið eða msn og er núna viss um að mín bíð mikilvæg e-mail eins og alltaf. Annars fékk ég Séð og Heyrt í pósti í dag, alltaf gaman að lesa það, fullt af upplýsingum sem er nauðsynlegt að vita áður en ég fer aftur til Íslands.

föstudagur, maí 13, 2005

Ég get ekki lært, fyrir utan hvað þetta er ógeðslega leiðinlegt námsefni þá skín sólin úti. Langar bara niður í bæ og sitja á kaffihúsi og fá mér bjór. Er búin að reyna að sitja úti og lesa og þá held ég engri einbeitingu, jæja ætla að fá mér íslenskt nammi.

miðvikudagur, maí 04, 2005

Er loksins búin að skila ritgerðinni en þá tekur nú bara próflestur við. Ætla að fara á eftir með Snorra í klippingu (hann er kominn með hár niður á herðar) og svo ætlum við í heilsubúðina og kaupa lífrænan mat. Hann er orðinn svo góðu vanur á leikskólanum að hann neitar að borða venjulegt pasta og heimtar lífrænt ræktað hirsipasta og urtesalt. Þetta verður spennandi, ég kem allavega einhverjum krónum fátækari út en maður getur nú varla neitað barninu um hollan mat.