þriðjudagur, mars 28, 2006

Er með vibbalegan hausverk, fór á fund um MA námið og þar kom ekkert nýtt fram, hefði alveg eins getað lesið bæklinginn, engin skýr svör frekar en venjulega. Svo á morgun eigum við að kynna verkefnin okkar, já einmitt af því ég er komin svo langt með mitt eða þannig. Veit bara að ég fer í stresskast þegar ég heyri hvað allir hinir eru komnir langt. Kannski er það samt ágætt spark í rassinn.

sunnudagur, mars 26, 2006

Matarboðið með kennaranum heppnast bara mjög vel, Snorri hélt uppi samræðum og sýndi henni allt dótið sitt og myndir frá því að hann var lítill (eða minni allavega). Annars var hann greinilega ekki alveg nógu ánægður með klippingu sína því ég stóð hann að því í kvöld að klippa hárið aftur. Hann sagði að hann vildi vera fallegur og svo var hann búinn að spreyja Victoriu Secret ilmdóti yfir sig allan til að toppa fegurðina. Núna liggur hann á gólfinu þar sem hann vill sofa eins og í útilegu.

Á morgun er svo fyrirlestur sem ég þarf að halda, er nú ekki alveg búin að vera dugleg við hann en hvað um það. Ingvi fór í leiðangur að ná í nýja Prison Break þætti, þannig að það er spenna framundan.

föstudagur, mars 24, 2006

Ég er alveg glataður bloggari það verður nú barasta að segjast. Komin helgi aftur, finnst alltaf vera föstudagur sem ætti að vera gott en ekki þegar ég á að vera að skrifa. Það gengur mjög hægt en ég er alltaf að hugsa um það sem ég ætla að skrifa svo það hlýtur að telja eitthvað smá.

Annars vaknaði ég í morgun við að Snorri minn var að klippa á sér hárið bara eins og ekkert væri sjálfsagðara, ég vaknaði og sá að hann var ekki í bólinu sínu og kallaði á hann og spurði hvað hann væri að gera, ég er bara klippa mig mamma, já einmitt ég fékk sjokk en sem betur fer náði hann ekki að taka mikið (það var líka alveg af nógu að taka). Þannig að þetta fór bara vel að lokum, pabbi hans sagði meira segja að klippingin hans hefði heppnast betur en þegar ég klippti hann um árið.

Svo er kennarinn hans að koma í heimsókn í kvöld og ætlar að borða hjá okkur, ég get nú ekki sagt að ég sé spennt en þetta finnst öllum voða sniðugt og ég er svo mikill lúser að ég get aldrei sagt nei.

Svo að veðrinu, þeir segja að vorið komi á þriðjudaginn, ég hlakka til en svo veit ég að þegar gróðurinn byrjar að ranka við sér þá fer ég bara að hnerra og vill fá veturinn aftur, aldrei er maður ánægður

miðvikudagur, mars 15, 2006

Strætóbílstjórar eru í verkfalli eða allavega á einhverjum fundi því þeir fá ekki nógu margar pásur. Þannig að nú er ég strand heima hjá mér og kemst ekki í skólann, er að hugsa um að leggja í hann gangandi en það er heldur langt að labba. Kannski maður reyni bara að húkka far.....

sunnudagur, mars 12, 2006

Það er búið að vera mikið afmælisstúss í gangi, fyrst átti hann Ingvi minn afmæli og hann þykist alltaf eiga afmæli í marga daga en ég stoppaði hann nú af þegar það var kominn fjórði í afmæli. Svo var ég að koma úr þvílíkri afmælisveislu hjá Sveil, nammi namm.

mánudagur, mars 06, 2006

Er komin með linsur að nýju, var að vísu að venjast gleraugunum og þarf að nota þau meira.
Helgin var ósköp róleg, fór í óléttufataleiðangur fyrir GB en fann nú ekki mikið. Fór svo sjálf að máta smá en varð miður mín eftir að hafa verið inn í mátunarklefanum, not a pretty sight. Hvað er málið með sterku ljósin og asnalegu speglana, maður stendur þarna hvítur með keppina í nærbuxum og sokkum, skelfileg sjón alveg. Þurfti að fara á Big M til að jafna mig.

fimmtudagur, mars 02, 2006

Jæja moment of truth er að fara til optikerins og sjá hvort ég megi fá linsur aftur. Er orðin svoldið þreytt á þessu, er búin að fara 3x til hans og alltaf segja þau mér að bíða aðeins.