föstudagur, apríl 29, 2005

Það er búið að vera svo mikið að gera á síðustu dögum að ég hef ekki haft tíma til að blogga. Allavega er að rembast við að klára ritgerð með hópnum mínum og sem betur fer hefur Snorri verið svo heppinn að vera boðinn heim til vinar síns eftir leikskóla. Frábært fólk og ég held barasta að ég sé að taka Danina aftur í sátt.

Annars var sonurinn að tilkynna mér að hann væri ástfanginn, hef lengi grunað þetta en loksins viðurkenndi hann þetta og hann sagði að hún(þar að segja stúlkan sem hann er skotinn í, gef ekki upp nein nöfn) væri svo sæt því að hún ligner mömmu ( auðvitað en ekki hvað).

jæja ætla í háttinn, þarf að mæta á morgun kl. átta í skólann að klára (vonandi) verkefnið.

mánudagur, apríl 25, 2005

Það er aldeilis kátt í höllinni, hún Mary mín er bara gravid og krílið er væntanlegt í október.

sunnudagur, apríl 24, 2005

Mikið rosalega er heimasíða Icelandair óþolandi er að reyna að panta ferð til NY með stop over á Íslandi og það er ekki að gera sig. Með þessu áframhaldi kemst ég ekkert til NY, arg.....

fimmtudagur, apríl 21, 2005

GLEÐILEGT SUMAR

mánudagur, apríl 18, 2005

Ég og Ingvi erum búin að vera kærustupar í átta ár í dag og trúlofuð í fimm ár. Við héldum lengi vel að við hefðum byrjað saman 18. apríl en svo nokkrum árum seinna föttuðum við að það hefði verið 19. apríl en þar sem við höfðum alltaf haldið upp á 18. apríl höldum við upp á það í dag og á morgun. Ekki það að hátíðarhöldin séu búin að vera rosaleg í dag, erum rétt búin að hittast í 20 mín og Ingvi er á fótboltaæfingu fram á kvöld. Kannski gerist eitthvað sniðugt á morgun : )

föstudagur, apríl 15, 2005

Þetta gengur auðvitað ekki lengur, ekkert bloggað í tvær vikur. Hef bara ekkert að segja, alveg andlaus eitthvað. En ef einhvern langar í rauðvín og osta í kvöld er hann velkominn til mín : )

föstudagur, apríl 01, 2005

Er komin aftur til Dene, Ísland var auðvitað æði og mig langaði ekkert aftur í lærdóm og leiðindi. Svo er ég líka orðin veik aftur, hvað er þetta með Danmörku ég er alltaf veik hérna, danska loftið og strætóferðirnar eru alveg að fara með mig.