Fór í linsubúðina mína til að fá nýjar linsur og ákvað því miður að láta mæla í mér sjónina. Hefði betur sleppt því þar sem sjónin hafði versnað svo að þeir vildu senda mig til augnlæknis og bönnuðu mér að vera með linsur í tvær vikur því ég væri með hornhimnubólgu eða eitthvað álíka. Great ég sem þoli ekki að vera með gleraugu sérstaklega þar sem gleraugunum mín eru svo gömul að ég sé ekkert með þeim, þannig að nú lifi ég bara í móðu. Langar í laser....
fimmtudagur, janúar 26, 2006
miðvikudagur, janúar 25, 2006
Eitt sem ég skil ekki alveg við Danina er að á hverju ári snjóar hér í Danmörku en alltaf kemur það þeim jafn mikið á óvart. Allur infrastrúktúr hrynur, samgöngur, póstburður bara allt. Þetta hefur nú heldur betur bitnað á mér, fluginu mínu til Parísar var aflýst, ég er búin að bíða eftir pakka í viku núna og hef ekki getað notað nýju stígvélin mín sem ég fékk í jólagjöf (okei það er kannski snjónum að kenna en ekki Dönunum sem slíkum).
sunnudagur, janúar 22, 2006
Mig langar í skinkuhorn og svo langar mig líka að prófa eina kökuuppskrift úr súkkulaðibókinni sem ég fékk í jólagjöf. En það er svo kalt að mig langar ekki út í búð.
laugardagur, janúar 21, 2006
föstudagur, janúar 20, 2006
föstudagur, janúar 13, 2006
Ég er náttúrulega alveg glataður bloggari, blogga bara ekki neitt, enda ekki mikið að gerast þessa dagana. Það er kannski helst eitthvað að gerast hjá Snorra sem tilkynnti mér áðan að hann væri skotinn í stelpu á leikskólanum sem er með grátt hár að hans sögn. Annars er hann að reyna að kyssa þessa stelpu en hún vill ekkert með hann hafa og ber hann bara á móti. Jebb love hurts....