laugardagur, desember 24, 2005
mánudagur, desember 12, 2005
Var að fatta að eftir sólarhring nákvæmlega verð ég búin í prófum. Þannig að þið verðið að senda góða strauma á milli 15.00-15.30 á morgun (14.00-14.30 á íslenskum tíma). Annars var Ingvi að klára jólagjafakaupin, var bara sendur með lista niður í bæ.
sunnudagur, desember 11, 2005
Heimaprófið gengur ekki vel. Ég vildi að að maður gæti keypt sjálfsöryggi í flöskum og drukkið rétt fyrir próf.
föstudagur, desember 09, 2005
Fór með Snorra í fimm ára skoðun, hélt að þetta yrði einhver svaka skoðun en læknarnir hérna eru svo chillaðir allavega minn læknir. Hann sagði bara að það væru ekki allir eins þegar ég sagði að Snorri hlypi ekkert rosa hratt. Hann mældi sjónina hans og Snorri var ekki alveg að sjá minnstu hlutina, sá hamborgara í staðinn fyrir hús en ég held að hann hafi nú bara verið svangur.
Aftur komin helgi, tíminn líður alveg skelfilega fljótt, varð nú bara smá sentimental þegar ég var að hlusta á íslenska dramatíska tónlist í gær. Smá svona jólasentimental, Ingvi heldur að ég sé geðveik.
þriðjudagur, desember 06, 2005
Nýjasta heimaprófið fjallar um PILGRIM skartgripafyrirtækið og karlmannsskartgripina þeirra. Hef nú aldrei verið hrifin að karlmönnum með skartgripi en hver veit nema að það verði breyting á því.
Annars á hann bróðir minn hann Jónas afmæli í dag, til hamingju Jonah.
Annars á hann bróðir minn hann Jónas afmæli í dag, til hamingju Jonah.
mánudagur, desember 05, 2005
Heimaprófið búið og þá tekur næsta heimapróf við á morgun. Annars var hún Rúna mín að eignast strák á laugardaginn, ég var alveg með í maganum þegar ég vissi af henni á fæðingardeildinni og var svo glöð þegar ég frétti að það væri lítill kútur kominn í heiminn.