mánudagur, október 17, 2005

Ég var andvaka í nótt, af stressi held ég. Ég verð alltaf stressuð þegar ég þarf að ferðast, sérstaklega þegar ég þarf að ferðast ein.

fimmtudagur, október 13, 2005

Ég held að ég sé að verða veik, sem ég hef alls ekki tíma í, farandi til NY og allt og það.

þriðjudagur, október 11, 2005

Mikið rosalega líður mér out of place í líkamsræktarstöðvum, þrátt fyrir að hafa fjárfest í rétta búningnum þá finnst mér ég bara ekki fitta inn. Er alltaf á level 1 og með léttustu lóðin og svo hef ég nú ekki verið þekkt fyrir að vera sérstaklega fim. Svo er ég svo hvít og rauð, þegar ég svitna þarna eins og svín. En ljósi punkturinn er að ég er búin að finna mér partner in crime, bekkjarsystir mín er með mér og við erum álíka clueless. Er að mana mig upp í að prófa tímana, skil samt varla heitin á þeim úff.....

föstudagur, október 07, 2005

Er að horfa á íslenska piparsveininn á netinu, þetta er nú svoldið langdregið. Annars er ég að fara í mat hjá foreldrum vin hans Snorra, þau ætla að bjóða upp á eitthvað danskt þar sem við buðum upp á íslenskt lambakjöt þegar þau komu til okkar.