þriðjudagur, september 27, 2005

Í gær var verið að opna Salling aftur eftir breytingar, þar var fullt af vörum á halvpris og Danirnir létu það nú ekki fram hjá sér fara, allt vitlaust að gera. Ekki nóg með halvprisinn þá var boðið upp á kampavín og lifandi tónlist ekki slæmt það. Ég og Ingvi fengum okkur bara kampavín og svo prófaði ég lífrænt ræktað gos, mæli ekki með því.

laugardagur, september 24, 2005


Ok tilraun númer 2
Er að reyna að setja svona myndir hérna inn, gengur satt best að segja ekki vel.

föstudagur, september 16, 2005

Vildi bara þakka fyrir allar kveðjurnar og gjafirnar sem ég fékk á afmælinu. Borðaði æðislegt íslenskt lambalæri á afmælisdaginn sjálfan og aftur síðasta föstudag, damn fine. Hélt svo smá stelpudjamm á laugardaginn, á eftir að setja inn myndir og svona.

Annars er ég grasekkja um helgina þar sem Ingvi er í Liverpool að horfa á einhvern leik og kemur ekki aftur fyrr en á mánudag.

miðvikudagur, september 07, 2005

Fyrsti skóladagurinn í dag, er ekkert alltof spennt, finnst bara fínt að vera í fríi og gera ekki neitt en það þýðir ekki að vera með neina leti.

föstudagur, september 02, 2005

Er komin til Íslands til að fara í brúðkaup á morgun, uppgvötaði áðan að það var rauðvínsblettur í pilsinu sem ég ætla að fara í á morgun en því var sem betur fer bjargaði I think.