föstudagur, júní 17, 2005

Í dag eru fimm ár síðan að ég lá á fæðingardeildinni meðan allir voru í skrúðgöngu niðri í bæ. Fimm ár síðan að jarðskjálftinn var og allt hristist og skalf á fæðingardeildinni og ég sem betur fer búin að fá mænudeyfingu.
Snorri vaknaði sáttur og pakkinn sem við gáfum honum vakti mikla lukku ( hann var að vísu búinn að spotta pakkann inn í skáp en við sögðum að við værum bara að geyma pakkann fyrir aðra). Núna er bara að baka fyrir leikskólann og svo reyna að plana smá afmælisboð á morgun eða í næstu viku, guð hvað ég þoli ekki hvað ég er óskipulögð, týpan sem býður alltaf í afmæli daginn áður eða sama dag (Danirnir eru ekki sáttir við það)

miðvikudagur, júní 01, 2005

Ég hélt að ég ætti aldrei eftir að segja þetta en ég sakna Þjóðarbókhlöðunnar, yes I've said it. Bókasafnið í skólanum mínum með þessum 14 borðum er ekkert í samanburði við Hlöðuna.
Til dæmis er ekki hægt að kaupa Sport Lunch sem var ósjaldan etið í próftíð, lítil borð, Danirnir tala stöðugt og hátt og svo eru engir sætir strákar til að labba framhjá eins og den.
Spurning um að stofna útibú í Danaveldi Den Danske Bogladen sem selur Sport Lunch og þar sem bannað verður að tala nema fram á göngum og fullt af sætum og gáfulegum strákum til að labba framhjá.