laugardagur, febrúar 19, 2005

Gerði í gær heiðarlega tilraun til að kaupa mér föt í gær. Var með innleggsnótu frá því á jólunum og langaði að kaupa mér eitthvað fyrir árshátíð Prjónó sem verður í kvöld. En auðvitað fann ég ekki neitt, mátaði alveg fullt, var með Sif með sem aðstoðarmann en ekkert gekk. Svo pirrandi þegar maður loksins á einhver pening eða innleggsnótu til að kaupa eitthvað þá NEI finn ég ekki neitt : ( Er búin að vera í sama dressinu síðan að ég flutti til Árósa.

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Ég skil ekki af hverju kennarar láta mann lesa svona ógeðslega mikið fyrir hvern tíma, ég sem ætlaði sko ekki að vera behind á þessari önn. Það plan er ekki alveg að ganga upp, svo er líka árshátíð Prjónaklúbbsins á laugardaginn og ef maður fórnar ekki lærdómi fyrir það þá veit ég ekki hvað.

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Ótrúlegt en satt, Olsen bræður unnu ekki keppnina í gær heldur ungur kennari frá Fjóni að nafni Jakob Sveistrup með laginu Du tænder pa mig. Held að Olsenarnir hafi gert mistök með að syngja Litla gula útvarpið á ensku.

Skemmtilegast fannst mér þó þegar verið var að rifja upp gömul Eurovision lög, Danir hafa átt nokkra slagara í gegnum tíðina.

laugardagur, febrúar 12, 2005

Úti er danskur snestorm sem við köllum nú bara snjókomu á Íslandi að vísu með smá roki aka. snjórok.

Annars er Melodi Grand Prix í kvöld, Olsen bræðurnir sem sigruðu nú Eurovision hérna um árið með laginu Fly on the Wings of Love eða eins og það heitir á frummálinu Smuk som et stjerneskud eru mættir aftur til leiks þannig að þetta verður rosa spennandi keppni.

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Það er leiðinlegt að vera veikur, nenni þessu ekki lengur : (

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Er veik heima og er að missa af saltkjötsveislu, vona að Ingvi og Snorri komi með smá í doggy bag fyrir mig.

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Bolla bolla, er búin að vera að bollast um helgina byrjaði í gær og það verður haldið áfram til sprengidags. Damn hvað bollur eru góðar, maður fær að vísu nett ógeð eftir tvær en þá er bara pása og svo get ég byrjað aftur. Svo er ég líka hálfveik þannig að ég má fá ennþá fleiri bollur : )

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Það er ýmislegt hægt að gera þegar maður er einn heima með veikt barn, núna eru ég og Snorri búin að breyta í stofunni, hann er núna í þessum skrifuðum orðum að ryksuga og svo ætlum við eflaust að skúra, hann er geðveikt sáttur og ég fæ hreina íbúð :)
Hvað er málið með þetta blogger drasl er alltaf að reyna að skrifa eitthvað og ekkert gengur.