sunnudagur, nóvember 28, 2004

Er alveg að verða brjál á ritgerðinni, Sif greyið þarf að passa Snorra því að Ingvi varð bara að fara og sjá einhvern fótboltaleik. Hvað er þetta með karlmenn og fótbolta, er ekki að ná þessu.

Annars lenti ég í fyndnu atviki áðan, það kom hérna stelpa að selja eitthvað blað og allt í lagi með það en svo spyr hún hvort hún megi aðeins kíkja inn til mín, hún væri nefnilega að sækja um svona íbúð og vildi sjá hvernig hún liti út. Ég tók hana í smá túr um íbúðina, spurning hvort ég verði bara ekki fasteignasali, var allavega að gera góða hluti þarna.

PS: hún var færeysk þess vegna skildi hún dönskuna mína :)
Á að skila hluta af ritgerð á morgun og það gengur ekkert alltof vel, get ekki einbeitt mér og gleymi mér á netinu í óratíma.

Annars ætlaði Snorri að fara að heiman áðan, sagðist ætla að flytja því ég væri svo leiðinleg. Hann pakkaði dótinu sínu í tösku og sagðist vera búin að ræða við afa sinn að hann mætti flytja þangað.
En svo gaf ég honum jógúrt sem hann kallar að vísu rjóma og ég varð skemmtileg aftur : )

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Í dag á litla systir mín afmæli, orðin 23 ára. Til hamingju Snooby mín!!!!

Annars var ég á julefrokost á þriðjudaginn og er enn að jafna mig svei mér þá. Það er alveg ótrúlegt hvað Danir geta drukkið mikið af snaps.

laugardagur, nóvember 20, 2004

Það er svoldið erfitt að skrifa ritgerð og svara stöðugum spurningum um risaeðlur á sama tíma. Snorri vill fá að vita allt um risaeðlur og ég verð bara að játa mig sigraða veit ekki mikið um þær en reyni þó að svara eftir bestu getu. Já mömmur þurfa að vita ansi margt.

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Búin að fara með Snorra, ekki eins kalt og ég hélt, bara fallegt vetrarveður þar sem maður kemur inn með rauðar eplakinnar.

Annars er eitt sem hefur vakið athygli mína, það er par sem býr hérna í húsinu- á morgnanna þegar stelpan er að fara af stað fylgir hann henni til dyra og bíður í dyragættinni meðan hún labbar niður stigann, sækir hjólið sitt og hjólar í burtu og svo vinkað þau hvort öðru áður en hún leggur í hann. Ég myndi skilja þetta ef hún væri átta ára en fullorðið fólk. Sénsinn að ég myndi fylgja Ingva til dyra í hvert skipti sem hann væri í skólann og standa í kuldann. Kannski er ég bara ekki nógu rómantísk.
Ég nenni ekki úti í kuldann með Snorra á leikskólann burr burr ískalt eins og alltaf hér í Danaveldi.
Annars á það prýðisfólk Hrefna og Geir tíu ára sambandsafmæli í dag, byrjuðu saman á Árshátíð Skólafélagsins fyrir tíu árum, tíminn líður hratt.

Svo held ég að Dísa Dal eigi líka afmæli í dag

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Það er stafasúpa í matinn í kvöld.
Take the quiz: "Which'>http://www.zenhex.com/quiz.php?id=12">"Which American City Are You?"

San Francisco
Liberal and proud, you'll live your lifestyle however you choose in the face of all that would supress you.

Sá þetta hjá GB hélt að ég yrði líka NY en NY, Boston og LA komu líka til greina. Ég er samt sátt við San Fran þar sem IH býr þar : )

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Úti er grenjandi rigning og ískalt, helst langar mig að skríða upp í rúm en eftir langan dag þarf ég víst að fara á foreldrafund sem væri alveg ágætt nema að ég nenni að smalltalka á dönsku og brosa eins og fífl og ef við förum að syngja þá er þetta búið, ég rýk heim í rúmið.

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Mig dreymdi í nótt að ég Svala og Magnea værum að hlaupa um Hamborg að leita að lestarstöðinni og hittum fullt af ógeðslegu fólki. Svo dreymdi mig líka að ég væri að halda partý í húsinu hans Hallgríms Steinss. á Sæbraut 7 fyrst að foreldrar hans voru ekki heima.
Eftir þessar miklu draumfarir svaf ég auðvitað yfir mig og er því bara heima í dag sem er kannski ágætt þar sem ég er að fara út í kvöld, fyrst í smá teiti hjá lesmakka mínum og svo á Klubben sem er skólabarinn.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Við hliðina á leikskólanum hans Snorra er sjúkraþjálfunarskólinn hér í í bæ. Þar eru nemendurnir greinilega oft að æfa sig á samnemundum sínum og þurfa þeir þá að fara úr fötunum sem er allt í góðu. En það sem verra er eða betra eftir því hvernig maður lítur á þetta er að það er ekkert verið að hafa fyrir því að draga fyrir gluggatjöldin þannig að allir sem labba framhjá skólanum geta séð nemendurnar á nærbuxunum.

Annars heppnaðist prjónóinn bara vel í gær, veit ekki alveg hversu mikið var prjónað en það er bara skemmtilegra.

Pulsan tekur sig vel út með nýju klippinguna og hann kom heim með vax í hárinu eins og fullorðinn maður.

mánudagur, nóvember 01, 2004

Jæja þetta er allt að koma er búin að taka til á baðinu og í stofunni þá er nú ekki svo mikið eftir, nenni nú ekki að vera skúra þetta er nú engin jólahreingerning. Ingvi ætlar að sjá um veitingarnar þannig að ég get kannski aðeins einbeitt mér að fyrirlestrunum. Annars er Ingvi núna með Snorra í klippingu vona bara að hann láti ekki klippa hann of stutt.
Það er saumó (réttara sagt prjónó) í kvöld hjá mér, á eftir að taka til (allt í rústi), verslar og gera allt tilbúið og undirbúa tvo fyrirlestra. Bransi bransi en Ingvi er kominn heim til að hjálpa mér : )