Veit aldrei hvað ég á að gera þegar Íslendingar setjast við hliðina á mér í strætó. Ekki að það sé alltaf að gerast annað skiptið í dag. Á maður að heilsa og láta vita að maður sé Íslendingur ? Mér finnst ég vera að hlera því þeir halda að maður skilji ekkert. Maður er nú stundum að ræða eitthvað privat mál og heldur auðvitað að enginn fatti neitt.
sunnudagur, október 31, 2004
laugardagur, október 30, 2004
Mér leiðist, ég og Snorri erum bara ein heima og það er rigning úti. Fórum út á videoleigu og hann valdi sömu myndina og hann velur alltaf, Badda grís. Ingvi er á árshátíð hjá fótboltafélaginu en ég kemst ekki með af því að við vorum ekki með pössun. Jæja best að fara að finna eitthvað skemmtilegt að gera.....
föstudagur, október 29, 2004
Ég er nú bara eftir mig eftir jógað í gær, hef greinilega tekið vel á : )
Svo var ég spurð í gær hvort ég væri frá Suður Jótlandi það var eitthvað sem ég sagði sem gaf það í skyn. Náði bara ekki hvað það var....
Svo var ég spurð í gær hvort ég væri frá Suður Jótlandi það var eitthvað sem ég sagði sem gaf það í skyn. Náði bara ekki hvað það var....
fimmtudagur, október 28, 2004
Jóga í kvöld, hlakka nú bara til, vona bara að ég skilji meira núna en síðast. Gæinn talaði nefnilega dönsku með enskum hreim, þannig að ég varð svoldið confused.
þriðjudagur, október 26, 2004
Núna er ég að lesa um ungverska bjórmarkaðinn, hvernig sala hefur dregist saman, guð hvað ég er ekki að nenna þessu, maður verður bara þyrstur af þessum lestri. Væri meira stuð ef það fylgdi allavega bjórsmakk með greininni.
sunnudagur, október 24, 2004
Á ég að klára að lesa næsta kafla sem heitir nota bene product life-cycle marketing strategies (what!!!) eða horfa á nýjustu þættina af Joey, humm what to do.....
Langt síðan síðast eller hvad !!!! Allavega fór til Hamborgar eins og planað var í haustfríinu. Ferðin gekk vel og Hamborg er geðveikt skemmtileg borg og við hittum þar fyrir tilviljun Svölu og Robba, svona er nú heimurinn lítinn. Ingvi var auðvitað mjög sáttur við Þýskaland enda er hann með einhvern Þýskalands fetish og elskar allt sem þýskt er.
En að öðru ég er núna búin að ákveða nýja lífstíl, er búin að kaupa mér skrifborð og get því loksins byrjað að læra (þótt fyrr hefði verið) þannig að aðstöðuleysi er ekki lengur löggild afsökun og svo er ég byrjuð í jóga þannig að nú er það bara hollusta og lærdómur (er að vísu núna akkúrat að borða pizzu og hanga á netinu við fína skrifborðið en hvað um það)
En að öðru ég er núna búin að ákveða nýja lífstíl, er búin að kaupa mér skrifborð og get því loksins byrjað að læra (þótt fyrr hefði verið) þannig að aðstöðuleysi er ekki lengur löggild afsökun og svo er ég byrjuð í jóga þannig að nú er það bara hollusta og lærdómur (er að vísu núna akkúrat að borða pizzu og hanga á netinu við fína skrifborðið en hvað um það)
miðvikudagur, október 13, 2004
Koben var fín að vanda, mjög gaman í mömmuleik með litlu snúlluna hana Örnu Geirsdóttur. Nú er pabbi á leiðinni hingað í heimsókn og mamma hans Ingva fór í gær. Allt að gerast í Árósum greinilega. Erum að hugsa um að skella okkur til Hamborgar á morgun. Ætlum að fara keyrandi sem er nú sérstaklega gaman þar sem pulsan á eflaust eftir að pjúka alla leiðina.
föstudagur, október 08, 2004
Er að fara til Koben bara við 2, pulsan verður skilinn eftir hjá ömmu sinni. Er svoldið stressuð, pulsi er ekki vanur að vera skilinn eftir en þetta reddast allt saman. Enda alveg kominn tími á þetta barnið orðið 4 ára gamall.
þriðjudagur, október 05, 2004
Er að fara að borða íslenskt lambalæri í kvöld sweet jesus hvað ég hlakka til. Kannski að maður fái sér nú nokkrar súkkulaðirúsínur í forrétt.
Back to the books, þarf að halda fyrirlestur klukkan átta í fyrramálið.
Back to the books, þarf að halda fyrirlestur klukkan átta í fyrramálið.
föstudagur, október 01, 2004
Sit núna ein heima á föstudagskvöldi og var að klára að borða svínalundir (Ingvi með sammó yfir því að skilja mig eftir og eldaði ofan í mig góðan mat áður en hann fór). Ætla að koma Snorra í háttinn og svo kannski læra eitthvað, ætlaði að læra í dag en festist í Oprah og fleiri góðum þáttum. Damn það var viðtal við Paris og Nicky Hilton, þær stíga nú ekki í vitið, úff maður fékk hálfgerðan aulahroll en kannski þarf maður ekkert að vita þegar maður mun erfa allt Hilton veldið.