miðvikudagur, september 29, 2004

Nýtt útlit
Loksins loksins er komið nýtt útlit á síðuna, ætla að setja inn fleiri tengla og laga hana aðeins þegar ég finn tíma : )
PS. er líka búin að búa til nýja myndasíðu.

fimmtudagur, september 23, 2004

Ætlaði að fara á kaffihús í kvöld en það var hætt við það þannig að það verður bara aldrei þessu vant sjónvarpsgláp. Annars er ég að reyna að gera upp við mig hvort ég eigi að svindla og athuga hver vinnur Bachelorette þar sem að ég nenni ekki að horfa á þetta ef að okkar maður vinnur ekki, ég verð bara pissed.

mánudagur, september 20, 2004

Rok og rigning og ekkert að segja

föstudagur, september 17, 2004

Langar að fara í saumó eða í bíó eða eitthvert út : (

miðvikudagur, september 08, 2004

arg var búin að skrifa langt afmælisblogg en það hvarf.... meira síðar
jæja þá er ég orðin 26 ára eða eins og Eva orðaði það nær 30 ára en 20 ára. En hvað um það ég er nú svo ungleg að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu, er ennþá að fá unglingabólur og spurð um skilríki inn á skemmtistaði.
Afmælisdeginu var eydd í fyrirlestragerð og lærdóm ekki gaman það en fékk svo góðan mat um kvöldið og köku. Fékk svo camper skóna sem mig er búið að langa í í 5 ár en aldrei keypt mér frá honum Ingva mínum og fallegt grænt pils frá litlu systur.

Þá er bara að skella sér í skólann og halda fyrirlesturinn og sækja svo Ásu mína á lestarstöðina.

Takk fyrir kveðjur og símtöl í gær : )

mánudagur, september 06, 2004

Mikið rosalega finnst mér erfitt að vera svona tungumálalega heft, ekki það að ég hafi nú verið þekkt fyrir að blaðra mikið þá er eitthvað svo ömurlegt að vera í barnaafmæli með heimskulega brosið sitt og segja ja ja. Er samt alveg að reyna að halda uppi samræðum en þær bara fjara einhvern veginn út og fólk horfir skringilega á mig. Svo það sem versta er er að Ingvi stendur einhvers staðar fyrir aftan mig og nóterar allt sem ég segi og gerir svo grín að mér. Næst sendi ég hann einan og þá getur látið sitt danska ljós skína.