Fín helgi að baki, matarboð og djamm á föstudagskvöldið með Magneu og Sveil. Fórum á karokebar þar sem Svala tók þrjú lög eitt Alanis lag sem var sérstaklega tileinkað Önnu Kristrúnu. Vorum að hugsa um að hringja í hana en það hefði nú ekki verið vinsælt um miðja nótt. Svo var smá kaffiboð áðan hérna í Skejby Vænge og svo tekur bara alvaran við þar sem skólinn byrjar á þriðjudag.
sunnudagur, ágúst 29, 2004
miðvikudagur, ágúst 25, 2004
Er búin að vera í þvílíku gardínustússi, erum búin að kaupa eina sem passaði ekki og svo eina stöng sem er heldur ekki alveg að virka. Hef ekki alveg þolinmæði í þetta. Erum bara með eitt gott lak fyrir svefnherbergisgluggann en ekkert í stofunni sem er svosem í lagi nema kannski á kvöldin þegar allt er kveikt inni og allir sjá inn en við ekki út. Þannig að það gætu verið einhver andlit á glugga án þess að við tækjum eftir því þegar við liggjum og glápum á tv.
Sérstaklega þar sem það er einhver gluggagægir (hvernig er þetta orð skrifað ? ) búinn að vera ofsækja íbúa hér í hverfinu síðasta vetur.
Sérstaklega þar sem það er einhver gluggagægir (hvernig er þetta orð skrifað ? ) búinn að vera ofsækja íbúa hér í hverfinu síðasta vetur.
mánudagur, ágúst 23, 2004
Er dottin í eitthvað massa letikast eftir að hafa verið svo dugleg um helgina. En nú verður breyting á, er farin að þrá að gera eitthvað annað en að koma mér fyrir og þrífa.
Annars er fullt af góðu fólki á leiðinni hingað þannig að það verður fjör og nóg að gera.
Annars er fullt af góðu fólki á leiðinni hingað þannig að það verður fjör og nóg að gera.
föstudagur, ágúst 20, 2004
úff er nú bara þreytt eftir að hafa gert mest lítið í dag. Að vísu dreymdi mig að ég og Anders Fogh Rasmussen ættum í leynilegu ástarsambandi en það samband gekk nú ekki alveg nógu vel þar sem hann er nú einu sinni forsætisráðherra Dana og svoldið erfitt að vera í feluleik.
laugardagur, ágúst 14, 2004
Er núna flutt, svaf fyrstu nóttina og svaf bara ágætlega, alltaf skrýtið að vera á nýjum stað. Núna er bara að klára að þrífa hina íbúðina sem er ekki skemmtilegt verk en Sif mín er búin að vera góður verkstjóri og segja mér hvað ég eigi að gera.
Hér er líka fullt að börnum, ég sem er búin að halda því fram að Danir eignist ekki börn í námi þá eru þeir allir hér og ég held að þetta séu allt Danir nema þeir séu kannski færeyskir í aðra ættina fyrst þeir eru í þessu barnastússi.
Hér er líka fullt að börnum, ég sem er búin að halda því fram að Danir eignist ekki börn í námi þá eru þeir allir hér og ég held að þetta séu allt Danir nema þeir séu kannski færeyskir í aðra ættina fyrst þeir eru í þessu barnastússi.
miðvikudagur, ágúst 11, 2004
Ég veit að ég sagðist ekki blogga aftur fyrr en á nýju útliti en hef ekki ennþá komið mér í það. Á víst að vera auðvelt en hver getur hugsað í þessum hita, maður svitnar við það eitt að hugsa um að gera eitthvað.
Erum allavega komin heim eftir langa ferð og búin að ná í lyklana af nýju íbúðinni. Held bara að hún sé fín. Ég er bara þeirra gæfu aðnjótandi að efast um allar ákvarðanir sem ég tek. Hvort sem það er í hvaða fötum ég eigi að vera í eða í hvaða íbúð eigi að búa í. Alltaf efast ég um að ég hafi tekið rétta ákvörðun.
Ég er samt með eplatré í garðinu og það hlýtur að telja......
Erum allavega komin heim eftir langa ferð og búin að ná í lyklana af nýju íbúðinni. Held bara að hún sé fín. Ég er bara þeirra gæfu aðnjótandi að efast um allar ákvarðanir sem ég tek. Hvort sem það er í hvaða fötum ég eigi að vera í eða í hvaða íbúð eigi að búa í. Alltaf efast ég um að ég hafi tekið rétta ákvörðun.
Ég er samt með eplatré í garðinu og það hlýtur að telja......
fimmtudagur, ágúst 05, 2004
Mér finnst bloggið mitt ljótt og vil fá svona eins og Þóra og GB eru með. Næst mun ég blogga á nýju útliti