miðvikudagur, júní 16, 2004

Þá fer að styttast í Íslandsför, er núna á fullu að pakka og taka til. Auðvitað á síðustu stundu með allt eins og venjulega. Allt sem ég ætlaði að gera áður en ég færi til Íslands verður bara bíða þangað til að ég kem aftur.
Töskurnar eru of litlar þannig að Ingvi er núna í töskuleiðangri þannig að við komum öllu draslinu fyrir. Svo er helv.. golfsettið með í för, sem tekur nú sitt pláss.

mánudagur, júní 14, 2004

Er núna með ofnæmi dauðans, damn hvað ég er ugly með bólgin og rauðsprungin augu. Fór í dag í búðir með sólgleraugu eins og einhver krimmi. Það verður nú gott að komast til Íslands vona að frjókornamagnið verði ekki eins mikið og hér.
Þyrfti eiginlega að setja mynd af mér hérna inn til að sýna ykkur hörmungina.

fimmtudagur, júní 10, 2004

Sit núna svöng og bíð eftir að Ingvi komi heim með Mac, get eiginlega ekki beðið lengur....

sunnudagur, júní 06, 2004

Læri læri læri, er að undirbúa mig fyrir munnlegt próf á morgun, guð hvað ég hata munnleg próf. En ljósi punkturinn er að ég er búin í prófum eftir minna en sólarhring.

Snorri er orðinn geðveikt spenntur að fara til Íslands, er búinn að ákveða hvað á að taka með (helst allt dótið), hvað hann ætlar að gera á Íslandi (meðal annars fara í bað, sund og húsdýragarðinn) og svo spyr hann í hvaða fötum hann eigi að fara (alltaf vandamál láttu mig þekkja það). Einn sem er orðinn svoldið leiður á lestri foreldrana og vill fara til Íslands í dekrið.

miðvikudagur, júní 02, 2004

Fór út í smá sólbað áðan, veit samt ekki til hvers ég er að reyna þetta, verð ekki brún bara rauð og svo aftur hvít. Er núna brunnin á einni hendi-mjög smart.