mánudagur, maí 31, 2004

Komnar nokkrar nýjar myndir

sunnudagur, maí 30, 2004

Kominn tími á blogg, er búin í stóra prófinu og þá er bara eitt eftir. Gekk svona allt í lagi en það fannst mér líka í prufuprófinu og það kom ekkert svo vel út.
Hvað um það loksins kom smá sól í gær, Ingvi er brenndur er eiginlega fjólublár svoldið erfitt að taka hann alvarlega.
Ég minnist nú bara með hryllingi sumarsins 1998 þegar Ingvi brenndist svo illa á bakinu að hann varð að liggja á maganum í sófanum og drekka bjórinn með röri.

mánudagur, maí 24, 2004

Er búin að vera á fullu að læra, var heima hjá Tótu litlu og hún hugsaði vel um mig. Bakaði köku og alles. Er núna að verða svoldið stressuð of vill bara drífa prófið af og fara beint í bjórinn.

miðvikudagur, maí 19, 2004

Ekkert nýtt að frétta úr Danaveldi. Pabbi hennar Mary hans Fredriks er byrjaður að kenna í háskólanum hérna þannig að maður gæti nú rekist á þau skötuhjúin út á götu þegar þau heimsækja daddy.

Er annars að læra fyrir próf, fer í próf á næsta þriðjudag, er ekkert rosa vel stemmd fyrir það en það er svo sem ekkert nýtt.

föstudagur, maí 14, 2004

Held að Danirnir séu að tapa sér yfir brúðkaupinu. Fólk var að mæta klukkan tvö í nótt til ná góðum stað fyrir utan. Það er búið að vera stíft prógram hjá parinu þessa vikuna. Tónleikar, matarboð og ég veit ekki hvað. Dorrit mætti fyrir Íslands hönd á tónleikana í gær, svaka stemming. Svo dansa þau ekki brúðarvalsinn fyrir klukkan kortér í tólf í kvöld. Það verður nú eflaust ekki mikið hanky panky hjá þeim á í nótt, bæði dauðþreytt.

sunnudagur, maí 09, 2004

Það er nú líka erfitt að Ísland sé komið á undan DK í SATC, maður þorir ekki að kíkja á nein blogg núna þar sem búið er að sýna lokaþáttinn heima.
Það er nú svoldið gaman að lesa gömul blöð með stjörnuspám og athuga hvort þær hafi ræst. Árið 2004 átti að vera ár vinsælda hjá mér, ég átti að vera geðveikt vinsæl, þær hafa nú eitthvað látið á sér standa en 2004 er nú ekki búið enn !
Svo er það bara Britney í kvöld, verð sótt á Britneybílnum kl. 13.00 og þá er það bara hit me baby one more time....

miðvikudagur, maí 05, 2004

Það liggur við að ég brjóti eitt glas eða disk á dag. Hvernig er þetta hægt, er alveg hætt við að kaupa einhver fín glös og stell hér eftir verður allt keypt í IKEA eða þá bara allt úr plasti.
Media kennarinn minn á ekki sjónvarp og horfir aldrei á sjónvarp, mér finnst það skrýtið.

sunnudagur, maí 02, 2004

Tilraunin tókst ekki í morgun þar sem Snorri spurði ekki crucial spurninguna í fyrsta skipti í hálft ár. En hann vaknaði heldur ekki alltof snemma þannig að allir eru ánægðir.

laugardagur, maí 01, 2004

Ég held að ég hafi verið að gera merka uppgvötun í morgun. Ég hef lengi verið að furða mig á því af hverju Snorri vaknar alltaf fyrr um helgar en á virkum dögum. Sko málið er held ég þannig, alltaf þegar hann vaknar þá spyr hann hvort hann sé í fríi eða hvort hann sé að fara á leikskólann. Ef ég segi frí þá drífur hann sig á fætur en ef ég segi að við séum að fara í skólann og við þurfum að fara af stað þá vill hann sofa lengur eða allavega kúra uppi í rúmi. Þannig á morgun verður gerð tilraun til að sanna kenningu mína. Á morgun segi ég að við séum ekki í fríi og þá vil hann eflaust kúra lengur. Kannski svoldið cruel en hvað gerir maður ekki fyrir smá lúr.