föstudagur, apríl 30, 2004

Er að skrifa ritgerð, um alveg spennandi efni og allt það en hef samt enga einbeitingu. Skrifa eina setningu og stend svo upp og geri eitthvað annað í hálftíma. Með þessu móti verð ég búin í haust.
Er líka að borða þessu fínu pizzu sem hann Ingvi minn bjó til í gær, verða betri daginn eftir eins og svo margur annar matur.

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Var í alltof löngu gati í skólanum í dag. Þannig að við leshópurinn fórum bara saman í Vero Moda og keyptum okkur föt í staðinn fyrir að læra.

Annars er Ingvi búinn að vera veikur og þurfti að fara á sýklalyf, konan í apótekinu sagði honum að hann mætti ekki drekka mjólk með töflunum en Ingva var nú svo sem sama um það og vildi frekar fá að vita hvort að það mætti fá sér bjór á meðan á lyfjakúrnum stendur. Gellan var nú yfir sig hneyksluð að Ingvi hafi þurft að spyrja og sagði bara skidt med det (þ.e.a.s bjórinn), meira segja varð annar viðskiptavinur í apótekinu svo hissa á þessari fyrirspurn Ingva talaði um það væri nú ansi hart ef maður mætti nú ekki drekka bjór. Danirnir eru auðvitað með forgangsröðina á hreinu. Bjór er betri en mjólk !!! Þá fyrst yrðu þeir nú veikir ef þeir mættu ekki drekka bjór.

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Jæja fín helgi að baki, fór í þetta líka fína afmælispartý hjá Snorra og Svandísi í Horsens, alltaf jafngaman að heimsækja þau heiðurshjón en það vill samt brenna við að það verði nokkur ölvun. Það voru þvílíkir slagarar í gangi og er ekki frá því að ég hafi fangið flashback frá góðu officepartýi.

Annars er ég búin að komast að því að ég er glötuð húsmóðir ekki það að mig hafi nú ekki grunað það í einhvern tíma, Ingvi var að fara á fótboltaæfingu og þar sem ég nenni ekki að elda þá eldar Ingvi áður en hann fer svo að maturinn sé tilbúinn fyrir mig og Snorra þegar við viljum borða. Svo hef ég enga prjónahæfileika, komst að því í gær í prjónaklúbbnum, þóttist bara vera geðveikt busy með prjónana. Kannski hefur Tóta bara rétt fyrir sér að ég hafi enga hæfileika.

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Ég hata að þurfa að taka ákvarðanir, vildi að maður gæti bara hringt í eitthvað númer og það segir manni hvað maður á að gera. Planar bara allt fyrir mann.

sunnudagur, apríl 18, 2004

Ingvi er búinn að vera á fullu að bora um helgina, búinn að setja upp hillur, snaga og ég veit ekki hvað. Þetta er allt búið að liggja undir rúmi á marga mánuði. Hann var að vísu næstu búinn að drepa sig þegar hann var að bora í einn vegg og borinn beygðist og Ingvi datt á vegginnog rústaði veggnum með bornum. Þannig að nú verðum við að kaupa spasl og laga vegginn.


fimmtudagur, apríl 15, 2004

Fór til tannlæknis áðan, fékk kort heim að nú væri kominn tími á skoðun og þar sem ég hlýði öllu sem við mig er sagt fór ég af stað. Úff hefði nú betur átt að sleppa því, þetta varð bara allsherjar blóðbað. Tannsi var með litlu rispuna sem tannlæknar eru með sem ég held að eyðileggi nú frekar í manni tennurnar en hitt. Hún svoleiðis hjakkaðist á tönnunum að það blæddi þvílíkt. Svo vildi hún kenna mér að bursta tennurnar og var með spegil svo ég sæi og það var ekki pretty sight, var sem sagt að bursta tennurnar úr blóði. Sem betur fer þurfti nú ekki að gera við neitt ég hefði nú ekki í boðið í það. Þannig að nú er ég bara eftir mig, langar mest að leggja mig en ég verð að vera dugleg að læra það styttist þvílíkt í próf og ritgerðarskil.

mánudagur, apríl 12, 2004

Páskarnir voru brill. Vöknuðum snemma og borðuðum páskaegg á náttfötunum. Borðuðum góðan mat og fórum svo í spil til Sigga og Sif. Þar lærði ég meira segja nýtt spil, Tía er það kallað, mjög skemmtilegt.
En nú er fríið búið og ég hef ekki gert neitt af því sem ég ætlaði að gera í fríinu, alltaf svona, á að skila verkefni á morgun sem ég var búin að gleyma. Gaman að því best að fara að koma sér að því :)

laugardagur, apríl 10, 2004

Myndirnar eru komnar inn ásamt einhverjum myndum sem ég átti eftir að setja inn eins og tvær myndir af GB og svo af Snorra áður en hann fór í klippingu.

föstudagur, apríl 09, 2004

Leigðum okkur bíl í 2 daga og erum búin að vera á ferðinni. Byrjuðum á að fara til Randers sem er hér rétt hjá en sú ferð hlaut nú ekki happy ending þar sem Snorri varð bílveikur og ældi út allan bílinn þegar við vorum alveg að nálgast húsið okkar. Hann er sem sagt eins og Tóta frænka sín og ég fékk bara flashbacks frá því að við vorum að keyra Kjöl og Tóta ældi alla leiðina. Ég sat aftur í með henni og hún pjúkaði í poka við hliðina á mér úff ekki góðar stundir.

En allavega þá fórum við svo í LEGOLAND í gær og þar var alveg æðislegt. Ég hafði aldrei komið þangað og við skemmtum okkur öll frábærlega. Þeir feðgar fóru í öll tækin nema einhvern kæmpe stóran rússibana sem ég bannaði þeim að fara í. Snorri litli hélt sér á mottunni í bílnum á leiðinni þrátt fyrir að ég hefði verið tilbúin með poka og pappír og ég veit ekki hvað.

Svo í morgun fórum við í bambagarð hér í borg og kíktum niður á strönd. Tókum fullt af myndum sem koma hér inn fljótlega.

Best að fara að sinna syninum honum fannst ég eitthvað vera lengi að búa til matinn þannig að hann sagði: mamma drífðu þig ég er að verða mjór.

sunnudagur, apríl 04, 2004

Það er alveg ótrúlegt hvað ég þarf eitthvað að vera með, þegar GB var hérna fór ég með henni í búðir og ég varð líka að máta og kaupa smá þrátt fyrir að eiga engan pening og vera ekki í verslunarferð. Núna þegar Siggi og Sif eru í IKEA út af nýju íbúðinni þarf ég líka koma með og kaupa smá. Það er alltaf hægt að kaupa eitthvað í IKEA, ég er alltaf að kaupa eitthvað skipulagsdót en samt verð ég ekkert meira skipulögð : (
IKEA er líka svo fyndin búð, alltaf einhverjar turtildúfur að kaupa inn fyrir fyrstu íbúðina, eru alltaf í þvílíkum sleik við kassana þannig að það liggur við að maður fari bara hjá sér.

föstudagur, apríl 02, 2004

Úff langt síðan að ég hef skrifað eller hvad. Er sem sagt ekki dauð úr súkkulaðiáti þótt ég væri nú hætt komin á tímabili. Það var auðvitað æði að GB í heimsókn drukkum svoldið mikinn bjór og ég borðaði mikið nammi. Svo er ég núna komin í langþráð páskafrí, var alveg að verða vitlaus á skólanum. Var áðan að þrífa nýju íbúðina hjá Sigga og Sif með sjálfri drottningu þrifanna, rosalegt að fylgjast með henni í action.