laugardagur, janúar 31, 2004

Fór í bæinn áðan að kaupa stílabækur og penna sem á nú að vera það skemmtilegasta við að vera í skóla en ég gat ekki ákveðið mig hvað ég ætti að kaupa þannig að ég keypti ekki neitt. Ég get aldrei ákveðið neitt....

Svo í strætó var par fyrir framan mig í þvílíku keleríi svoldið óþægilegt en þetta er nú bara daglegur viðburður hér í Dene, áður en ég veit af verðum við Ingvi svona : )

föstudagur, janúar 30, 2004

Er komin heim aftur og í netsamband loksins. Ísland var fínt, mikið að gera en æðislegt að hitta alla. Snorri fékkst til að fara aftur en var að vísu ekki sáttur þegar hann fór að sofa í gær og enginn afi til að svæfa hann.

Svo byrjar alvara lífsins á þriðjudaginn þegar skólinn byrjar aftur, ætlaði að vera geðveikt dugleg að læra í fríinu en bækurnar hafa ekki verið opnaðar eins og við var svo sem að búast.

Svo vil ég að lokum mótmæla bloggpásu GB þín er sárt saknað hér í Danaveldi af fleirum en mér.

mánudagur, janúar 12, 2004

Þá er vika í Íslandsferð, ég bæði hlakka til og kvíði fyrir. Snorri sagði nefnilega við mig að hann ætlaði til Íslands en hann ætlaði ekki að koma aftur til Danmerkur. Hann vildi bara verða eftir hjá afa sínum og hann gæti alveg séð um hann. Við þyrftum engar áhyggjur að hafa, við værum hvort sem er búin að vera foreldrar hans svo lengi. Kominn með nóg af okkur sem sagt...
En það þýðir víst lítið að kvíða heimferðinni áður en maður fer af stað.

föstudagur, janúar 09, 2004

Ég þoli ekki þegar ég er búin að finna mér góða hárgreiðslukonu og svo hættir hún. Er alltaf að lenda í þessu, er það eitthvað sem ég geri ?
Oh mig langar svo í IDOL partý hjá Obbu geri ráð fyrir svaka stuði. Annars veit ég ekkert um íslenska IDOL er bara búin að sjá fjóra þætti en er með nokkra á spólu sem ég á eftir að horfa á.
En samkvæmt stelpunum eru greinilegar skiptar skoðanir á þessum keppendum og hver á eftir að sigra. Ég þarf eiginlega að finna mitt uppáhald svo ég geti tekið þátt í veðbankanum.

sunnudagur, janúar 04, 2004

Gleðilegt ár og takk fyrir þau liðnu !

Áramótin voru fín, róleg og góð. Danirnir eru nú ansi sprengjuglaðir (hélt að það væri bara Íslendingar) og að mér sýndist líka kærulausir með þetta. Enginn með hlífðargleraugu og blindfullir enda dóu þrír af völdum flugelda þessi áramót og fullt af augnsköðum. Þeir segja að vísu að þessir sem létust hafi eflaust verið með einhverja ólöglega flugelda enda sprakk hausinn á einum frekar ömurlegt.

Var að hugsa hvort ég ætti að strengja áramótaheit hef aldrei gert það, eflaust vegna þess að ég vil ekki verða pirruð yfir að halda þeim ekki.
En er samt búin að hugsa um þetta og er með nokkur sem ætla að reyna að halda.