Við stórfjölskyldan í Skejby(Siggi, Sif og Víkingur og við þrjú) ákváðum að kaupa í jólamatinn á þorláksmessu, bjuggumst að sjálfsögðu við þessari árlegu þorláksmessugeðveiki í búðinni en það var nú aldeilis ekki. Bara ekkert að gera í búðinni, allir Danirnir löngu búnir að þessu og voru bara heima hjá sér að éta síld og drekka snaps.
Þá hófst leitin að jólatré og Danirnir voru greinilega líka löngu búnir að kaupa þau þannig að það var nú ekki mikið eftir, fundum að lokum tré í blómapotti sem við skelltum okkur á enda eru íbúðir okkar ekki stórar. Síðan var það jólaskrautið en nei þá voru Danirnir búnir að taka jólaskrautið í búðunum og setja áramótadót í staðinn á ÞORLÁKSMESSU, fannst það nú ansi súrt fyrr má nú aldeilis vera að skipulagið leyfum kannski jólunum að koma áður en dótið er tekið niður. Ég fann að lokum danska fána og svo setti ég slaufurnar sem ég setti á jólapakkana á tréið og lét gott heita.
Jólamaturinn heppnaðist mjög vel og allir voða ánægðir með pakkana, takk fyrir okkur.
Síðan var æðislegt jólaboð hjá Svölu og Robba á 2. jólum, hangikjöt og íslenskt lambakjöt og ís a la Robbi.
Allavega þá er ég búin að setja myndir af öllu hérna á síðuna, bæði gamlar og nýjar.