mánudagur, desember 29, 2003

jæja þá er komið að því að gera jólunum skil, þetta var nú bara allt yndislegt og er bara búið að vera afslappelsi og át.
Við stórfjölskyldan í Skejby(Siggi, Sif og Víkingur og við þrjú) ákváðum að kaupa í jólamatinn á þorláksmessu, bjuggumst að sjálfsögðu við þessari árlegu þorláksmessugeðveiki í búðinni en það var nú aldeilis ekki. Bara ekkert að gera í búðinni, allir Danirnir löngu búnir að þessu og voru bara heima hjá sér að éta síld og drekka snaps.

Þá hófst leitin að jólatré og Danirnir voru greinilega líka löngu búnir að kaupa þau þannig að það var nú ekki mikið eftir, fundum að lokum tré í blómapotti sem við skelltum okkur á enda eru íbúðir okkar ekki stórar. Síðan var það jólaskrautið en nei þá voru Danirnir búnir að taka jólaskrautið í búðunum og setja áramótadót í staðinn á ÞORLÁKSMESSU, fannst það nú ansi súrt fyrr má nú aldeilis vera að skipulagið leyfum kannski jólunum að koma áður en dótið er tekið niður. Ég fann að lokum danska fána og svo setti ég slaufurnar sem ég setti á jólapakkana á tréið og lét gott heita.

Jólamaturinn heppnaðist mjög vel og allir voða ánægðir með pakkana, takk fyrir okkur.

Síðan var æðislegt jólaboð hjá Svölu og Robba á 2. jólum, hangikjöt og íslenskt lambakjöt og ís a la Robbi.

Allavega þá er ég búin að setja myndir af öllu hérna á síðuna, bæði gamlar og nýjar.

mánudagur, desember 22, 2003

Svo er annað, Ingvi sagði við mig í gær, Ásdís þú ert komin með svo mikil skil í hárið, HALLÓ eins og ég viti það ekki. Maðurinn sem tók ekki eftir að ég var komin með gleraugu (ég þurfti að segja honum frá því þegar ég spurði hvort hann sæi eitthvað nýtt við mig) tekur eftir skilunum : (
Það er eitt sem ég skil ekki alveg með kallinn minn, það er í sambandi við nammi, hann veit að ef það er til nammi á heimilinu þá borða ég það, samt er hann alltaf jafn hissa þegar nammið er búið. Í gær var hann að leita af appolo lakkrís poka sem búið var að opna og spyr mig hvar hann er, auðvitað er ég búin að éta hann en ekki hvað, þá segir hann bíddu það var alveg hálfur poki eftir. INGVI ef það er búið að opna pokann þá fær maður sér strax, ekki bíða því annars verður ekkert eftir.
Fyrir utan það þá fæ ég miklu meira sammó yfir að hafa étið þetta þegar hann er svona hneysklaður á mér.
Jæja þá er ég vöknuð aftur til lífsins eftir tveggja vikna veikindi, gaman að því, hélt að ég væri að deyja á fimmtudaginn en sem betur fer gerðist það nú ekki.

Nú er kominn snjór í Árósabæ og allt að verða tilbúið fyrir jólin, vantar bara jólatré og jólamatinn.

Og svo gjöf fyrir Ingva, alltaf höfuðverkur, ég ætla alltaf vera frumleg en er það síðan aldrei.

mánudagur, desember 15, 2003

Bakaði piparkökur um helgina með Sif og Svölu
ásamt börnunum, ansi gaman, eftir piparkökubaksturinn bökuðum við pizzur. Allt að verða vitlaust í bakstrinum í Rundhoj.

Svo er maður búinn að gerast svo frægur að fara á læknavaktina hér í bæ þar sem Snorri litli er kominn með eyrnabólgu og hita. Þar voru að sjálfsögðu hundrað manns á undan okkur og tveir stólar og ekkert dót fyrir krakka, en þetta gekk að lokum og við fengum pensilín.

Þannig að núna erum við bara heima, er orðin ansi leið á því : (

fimmtudagur, desember 11, 2003

En það er nú eitt sem ég hef glaðst yfir á þessum fjórum dögum það er að ég er búin að fá tvo pakka. Póstkallinn og ég erum orðin bestu vinir, okkar maður er núna búin að vera með jólasveinahúfu á höfðinu frá því í byrjun des og er í banastuði. Að vísu kom í síðustu viku einhver ungur og myndarlegur strákur sem ég hélt að væri búinn að taka við en það var nú aldeilis ekki. Okkar maður var rétt í þessu að koma með nýja pakka með jólaskrauti.
Fattaði það í gær að ég hafði ekki farið út í fjóra daga, er búin að vera veik og svo Snorri líka. Er sem sagt bara búin að vera sátt inni í 40 fm í fjóra daga. Var að vísu að lesa spennandi glæpasögu en samt.
Ég kláraði svo bókina í gær, og núna í morgun finn ég til ákveðins tómleika, fyndið hvernig maður samtvinnast bókinni alveg og ég get ekki byrjað strax á nýrri, þarf að hugsa aðeins meira um hina og syrgja hana.

þriðjudagur, desember 09, 2003

Þarf maður nokkuð að leita sér hjálpar ef manni finnst Hemma Gunn. diskur geðveikt góður, ég og Snorri erum í banastuði að taka til og hlusta á Hemma. Við erum að tala um Hemma með skemmtara eitthvað álíka (NB þetta er ekki barnadiskur). Takk Biggi fyrir diskinn
Nú er ég bara heima með Snorra litla, hann er hálfslappur greyið litla, smá kvef og nokkrar kommur. Annars heldur hann því fram að hann sé kisa og vill núna að við förum með hann til dýralæknis fyrst hann er veikur.
Fór og hitti stelpurnar og er ekki frá því að það hafi læknað mig, enda hefur góður matur, hvítvín og eðal konur alltaf góð áhrif. Var að vísu að furða mig á því hversu illt mér var í maganum um kvöldið en sjúkdómsgreiningin var of þröngar sokkarbuxur. Maður flaskar ansi oft á þessu, keypti mér nefnilega nýjar buxur sem eru í það þrengsta og ákvað að vera bara í þröngum sokkabuxum til að halda bjögganum inni BIG mistake, maður er alltaf í pakkanum beauty is pain þangað til að maður líður út af af verkjum. En þegar sokkabuxurnar voru farnar leið mér miklu betur.

föstudagur, desember 05, 2003

Er orðin veik, ekki sátt því á morgun er smá stelpuhittingur og matur og læti. Reyni að harka af mér, öll ráð vel þegin :)

fimmtudagur, desember 04, 2003

Var að skrifa geðveikt langt um foreldrafundinn í gær og allt datt út, er ekki sátt, samt kom eitthvað save sem ég gerði en svo finn ég ekki neitt

þriðjudagur, desember 02, 2003

Það var búið að kaupa brúðarkjólinn, fékk ekki einu sinni að máta hann. Þannig að ég aflýsti öllu og bauð bara tengdó á tveir fyrir einn á Jensen. Gengur bara betur næst...
Er búin að finna mér brúðkaupskjól og það á 499 dkr. gerist ekki mikið ódýrara, er búin að plana þetta allt saman, kallinn á móti selur rósir á 20 kall og svo á ég tveir fyrir einn miða á Jensen Bofhus, bryllup undir 1000 dkr. Þarf bara að láta Ingva vita að hitta mig í hádeginu í ráðhúsinu :)

mánudagur, desember 01, 2003

Eitt sem ég hef verið að hugsa um í mínum mörgu strætóferðum, hversu gamall þarf fólk að vera svo að maður standi upp, ég er alltaf svoldið hrædd um að móðga bara fólkið með því að standa upp ef það er ekki alveg á grafarbakkanum, kannski verður það bara fegið að fá sæti hvernig sem er.