miðvikudagur, október 29, 2003

Miðvikudagar eru greinilega bloggdagar hjá minni. Verð að fara að taka mig á ...
Nú er pabbi farinn og það var alveg æðislegt að hafa hann í heimsókn, er meira að segja búin að vera með smá heimþrá eftir að hann fór. Fórum út að borða á laugardaginn og fengum æðislegan mat og svo var farið á smá djamm. Þið getið lesið um þetta allt hjá Tótu litlu www.thordisa.blogspot.com og líka söguna af kveðjustundinni (er svoldið fyndið eftir á).

Nú er bara að taka sig á og klára nokkur verkefni og svoleiðis skemmtilegheit.

miðvikudagur, október 22, 2003

Koben var fín að vanda, dýragarðurinn stóð fyrir sínu veit samt ekki alveg hvor skemmti sér betur sonurinn eða maðurinn. En það var ótrúlegt hvað það voru margir Íslendingar á Strikinu. Þetta var eins og vera í Kringlunni á góðum degi. Maður varð virkilega að passa sig hvað maður sagði.

Allavega þá er komin Metro í Koben, á að vera voða fín en er alltaf að bila og starfsmennirnir eru vibbalega fyndir, eru í metrofötum með talstöð og allt að verða vitlaust hjá þeim í talstöðinni. Þeir hlaupa um allt og bjarga fólki, mæli með þeim.

Svo kemur pabbi á eftir og verður í viku, alltaf gaman að sjá daddy cool....

miðvikudagur, október 15, 2003

Sammó dauðans, ég og Snorri höfðum verið að teikna einhverjar myndir í gær og svo hafði ég í hreingerningaræði hent þeim. Svo þarf hann að henda einhverju og kemur með myndirnar með tárin í augunum, mamma þetta á ekki að vera í ruslinu, hver hefur hent þessu ? Úff nice mommy....

Annars erum við að fara til Koben núna gaman gaman, ferðasagan seinna :)

þriðjudagur, október 14, 2003

Komnar nýjar myndir frá Hamborg aðallega en líka einhverjar af Snorra þar sem hann brosir.....ýkt bros eller hvad

mánudagur, október 13, 2003

jæja held að ég sé búin að gera gestabók, er að vísu ekki sú glæsilegasta í bransanum en hvað um það. Nú þarf ég að vita hvernig maður gerir svona comment, tölvunjörðar þessa heims bjargið mér........
Úff það er nú ansi kalt í 40 fm. sit í flíspeysu með hor í nebba ekki gaman. Er að leita að efni fyrir verkefni, finn hvergi bókina sem ég átti að lesa, hún er allstaðar í útláni greinilega vinsæl.

GB hringdi í gær oh það var svo gaman að heyra í henni, það er allt annað en að vera á MSN. Sakna hennar og stelpnanna allra. Væri alveg til í saumó eða bland í poka og súperdós ala Obba. En það bíður bara betri tíma, er nú samt að gæla við það að koma kannski heim í janúar þegar Ingvi er í prófum, aldrei að vita.



sunnudagur, október 12, 2003

Sunnudagar eru leiðinlegir dagar sérstaklega hérna í Aarhus þar sem allt er lokað. Meira að segja matvörubúðirnar eru lokaðar. Mér og Snorra leiðist, getum ekki heimsótt neinn (þeir fáu sem við þekkjum eru ekki í borginni) og ekki farið neitt. Talaði áðan við Ingva í Hamborg, hann var nú ansi rámur kallinn og verður eflaust mjög þreyttur þegar hann kemur heim. En það er einn ljós punktur við sunnudaga, Nikolaj og Julia eru í kvöld gaman gaman....

laugardagur, október 11, 2003

Greinilegt að tímasetning á þessu blessaða bloggi mínu er ekki rétt, síðasta færsla var skrifuð á laugardagsmorgni kl. 07:30 (veit að við vöknum snemma)
Haustfríið er hafið og Ingvi er farinn til Hamborgar með Svölu og Robba. Þar ætla þau að styðja íslenska landsliðið gegn Þjóðverjum. Þannig að ég og Snorri verðum ein í kotinu þessa helgi og eiginlega ein í Aarhus þar sem flestir sem ég þekki hérna eru ekki á staðnum. Svo verður farið á miðvikudag til Koben að heimsækja Jónas og co. verður fínt, Snorri mjög spenntur að hitta Emilíu og fara í dýragarðinn. Verst að tivolí sé lokað en við förum bara seinna þangað.

miðvikudagur, október 08, 2003

Það var bara bein útsending frá Mary og Fredrik í dag, þau komu út á svalirnar og veifuðu lýðnum sem stóð fyrir neðan þau. Veifið hjá henni Mary var nú ansi stíft en þetta kemur allt með æfingunni. Svo vildu Danirnir að þau kysstust sem þau gerðu ekki, hann hefði nú alveg mátt smella einum á hana svona í tilefni dagsins. Svo voru miklar vangaveltur hvort Fredrik hefði fellt tár eður ei. Lýðurinn var spurður hvort þetta hefði verið regndropi eða tár og allir sögðu að þetta hefði verið tár fordi han elsker Mary so meget. Allavega þá er bryllup 14.maí í Koben, maður bíður bara eftir boðskortinu.

sunnudagur, október 05, 2003

Úff langt síðan að ég hef skrifað eller hvad? Jæja Danirnir reyndu að drepa mig í gær. Fór í gær í skólanum þar sem það átti að vera svona teamrally. Þá var okkur skipt í hópa og keyrt með okkur út fyrir bæinn og svo áttum við að bjarga okkur. Fengum einhver verkefni sem við áttu að leysa og svo að koma okkur aftur í skólann á ákveðnum tíma. Í fyrsta lagi vissi ég Nýbúinn ekkert hvar við vorum en sem betur fer var einhver sem gat vísað okkur rétt leið. Svo leystum við verkefnin og svona, svaka fjör. Allavega þá var ákveðið að labba aftur í skólann í staðinn fyrir að taka strætó, mér leist nú ekkert á blikuna og reyndi að fá liðið til að taka strætó en meirihlutinn ræður víst (ég held líka að þau hafi ekki tímt að fara í strætó). Þannig að við gengum svona 10 kílómetra aftur í skólann. Danirnir blésu auðvitað ekki úr nös en ég hélt að ég myndi deyja, er ekki með besta bak í heimi og var eitthvað reyna að koma því á framfæri en engin viðbrögð. Einn strákur var nú samt voða næs við krypplinginn og bauðst til að halda á töskunni minni. Svo þegar við loksins komum vorum við auðvitað of sein og vorum að lokum í síðasta sæti enda eini hópurinn sem tók ekki strætó :(
Svo eftir þetta var öll ferðin analyseruð og pælt í öllu eins og Dönunum er einum lagið.....

Sem sagt þá er ég núna með harðsperrur dauðans og bakið ekki alveg upp á sitt besta en þessu verður maður bara venjast hér. Danir eru með þol dauðans, gamlar kellur sem hjóla upp brekkur (á gíralausum hjólum) hér án þess að sýna nein svipbrigði á meðan maður er hálftíma að fá eðlilegan hjartslátt aftur eftir að hafa hjólað út í búð. Hvað er líka málið með að þeir svitna ekki, þeir hjóla allir en svitna ekkert ?????