Jæja fyrirlesturinn tókst bara ágætlega að ég held, stamaði smá og kennarinn spurði svolítið út úr en ég held ég hafi komist ágætlega frá þessu. Þrátt fyrir að skilja efnið ekki til fulls.
Svo var bara farið á handboltaleik í gærkvöld, enda er ég gömul handboltakempa. Okkar menn (AGF-AARHUS) unnu að sjálfsögðu með íslenska víkinginn Róbert Gunnarsson í fararbroddi. Verð nú bara að segja að mig er farið að klæja í puttana að byrja aftur. Það hefur nú alltaf verið í umræðunni að endurvekja það fornfræga lið GRÓTTU B sem þótti nú ansi liðtækt á sínum tíma. Sigruðum andstæðinga í KR (að vísu C en skiptir að mínu mati ekki máli) eftirminnilega. Það var ákveðið að sameina liðin eftir þetta.
Svo er ég nú að fara í þennan hræðilega hyttetur var alveg að fara að hætta við, en hef ákveðið að fara, líst samt ekkert á þetta. Hitti þá sem ég verð í húsi með í gær og þar var ákveðið að hafa hrísgrjón í matinn á laugardagskvöldið... bara hrísgrjón hello. Alveg róleg með sparsemina....
Á nú eftir að sakna kallanna minna en ég veit að það væsir nú ekkert um þá hérna í Skejby. Fékk nú líka smá í magann þegar ég spurði einn frá USA hvort hann ætlaði að fara og hann sagði: I mean I'm married and I have responibilities ok ég þagði nú bara (bæði með mann og barn)
Farin að pakka og kaupa grjónin með hópnum mínum, frekari fréttir eftir helgi.
Langar miklu frekar að fara í partý til GB : (